Loksins, loksins!

 Já loksins komin í mína tölvu hafandi verið í fríi frá henni síðan í lok júlí, en vitið að það var mér ekki erfitt því ég er búin að hafa það svo skemmtilegt.

Flutti til Millu minnar í lok júlí og var það bara æði, átti náttúrlega að fá húsið sem ég bý í núna miklu fyrr, en það komu í ljós fleiri skemmdir en haldið var sit hér og það á eftir að gera helling, en ég segi nú bara ekki margt, en verð ánægð ef allt er tilbúið fyrir 1 des.

Ég fór suður um miðjan ágúst og kom Viktoría Ósk með mér það var svo yndislegt að hafa hana með, nú við nutum þess að vera á Keili hjá Dóru og englunum mínum, en þær komu frá Japan 18 ágúst og að sjálfsögðu hittum við fallegu barnabörnin mín á Kópab. og fullt af vinum og ættingjum.

Mér finnst nú spáin mín skondin í dag, ekki kann ég að mála það er spurning með leiklistina er maður ekki að leika allt sitt líf, en meistarakokkur er ég, en bara svo mikið hætt svoleiðis nostri.
Sköpunargáfuna er ég að nota til að gera heimili mitt hlýlegt, íverandi með koddum, teppum, fullt af kertum og ekki má gleyma kærleikanum.

 Sporðdreki:
Nýttu starfsorku þína og sköpunargáfu því þetta eru

þínir sterkustu eiginleikar. Kannaðu ný hverfi og ný
áhugamál eins og að elda, mála eða leika.

Nú er allt komið í fastar skorður skólarnir byrjaðir og amma sækir litla ljósið á hverjum degi í skólann og stundum kemur Viktoría Ósk og fær sér að drekka með okkur, nú englarnir mínir eru byrjaðar í Háskóla Íslands mér finnst eins og það hafi verið fyrir stuttu að ég tók á móti þeim þessum 12 marka ljósum sem gerðu mig að ömmu og svo komu þau hvert á fætur öðru og ætíð var ég jafn hamingjusöm og það get ég sagt ykkur sem ekki hafið upplifað  ömmu hlutverkiðað það er besta hlutverk sögunnar.

Nokkrar myndir

100_9817.jpg

þarna eru þær mæðgur að kveðja Ernu bestustu vinkonu okkar.

100_9820.jpg

Þetta eru sko góðar frænkur

100_9847.jpg

Þetta eru prakkararnir mínir, yndisleg.

100_9821.jpg

Lísbet Lóa svona var hún sæl með sig sat bara á teppinu,
en gerir það nú ekki lengur

100_9889.jpg

Litla ljósið að fara með okkur á Eyrina

100_9850.jpg

Það úir og grúir af dóti, sælgæti, Sölvi Steinn að ná sér í nammi
Solla mín að tala í símann og Viktoría Ósk með litlu Lóuna

100_9866.jpg

Þær voru að fylgja okkur út er við vorum að leggja í hann norður,
Mátti til að birta þessa mynd, sko þær eru í Baby Doll náttkjólum
Skelltu sér í blúndustuttbuxur settu vetrarhúfurnar á hausinn svo
ekki sæist að þær væru ógreiddar, önnur í vesti af mömmu sinni
og get ekki ímyndað mér hvað þetta hvíta er sem hin er með
Þvílíkt outfitt

Kem með fleiri myndir síðar.

Kærleik á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elsku Milla, gaman að heyra frá þér. Aldeilis viðburðaríkt sumar hjá ykkur.  Vona að íbúðin komi smátt og smátt í lag, þú hefur greinilega alltaf nóg að gera.  Skemmtilegar myndir :)  knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2010 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskan, já það er sko nóg að gera hjá mér og það er búið að vera yndislegt sumar.
Knús til ykkar beggja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2010 kl. 12:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð stödd þarna á þriðjudaginn, sé til hvort þú ert heima, föðurbróðir minn verður jarðaður í kirkjugarðinum um miðjan dag en jarðarförin um morguninn inn á Aey. Kíki kannski.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2010 kl. 14:21

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gerðu það ef þú getur, verð örugglega heima.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2010 kl. 17:18

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ok

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2010 kl. 19:27

6 identicon

Halló Milla mín.

Mikið er langt frá því að ég leit hér við síðast. Mínar bestu hamingjuóskir með nýja heimilið og efast ég ekki um að það mun vera fallegt og ekki vantar kærleikann. Við  Vallý skelltum okkur til Dóru og færði ég henni eyrnatappa þá sem hún færði mér á hittingnum sem hún kom á . Mér fannst hún hafa meiri þörf fyrir þá en ég vegna þess hve nálægt Vallý hún býr . Knús og kærleikur gefi þér gleði inn í nýja heimilið.

egvania (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 19:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ásgerður mín, mikið varstu góð að gefa Dóru tappana ekki veitir af.

Veistu elskan að heimili eru ætíð falleg þar sem hugarþelið er gott

Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2010 kl. 21:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis dásemdirnar í kring um þig Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2010 kl. 18:04

9 Smámynd: Valdís Skúladóttir

  Gott að þú ert kominn í þitt kot.

 Ásgerður  

                       

Valdís Skúladóttir, 10.9.2010 kl. 20:25

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

JÁ ELSKU ÁSTHILDUR MÍN VIÐ ERUM LÁNSAMAR KONUR ÞRÁTT FYRIR ALLT

KNÚS Í KÚLU

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2010 kl. 21:13

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín Ásgerður hvað ??????????????

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband