Sorglegt

Það er sorglegt að við almenningur skulum þurfa að haga okkur svona, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa gert nokkuð skapaðan hlut til að bjarga málum því það hefur hún ekki gert, sleikja rassgatið á auðvaldinu brosa og segja já og amen, þetta eru bara trúðar sem hafa verið í valdaleik.

Var að hlusta á viðtal við fólk á Austurvelli síðan í gærkveldi þar sagði ein kona að hún og vinkonur hennar væru að missa húsin sín, það væru ekki bara öryrkjar og fátækir heldu bara hin almenni borgari, sem sagt við sem erum öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fátækir erum ekki almennur borgari svolítið óheppilega til orða tekið. Fólk verður að passa orðin sem koma frá þeim


Mér finnst það einnig afar sorglegt að horfa upp á þessi gömlu fallegu hús eins og Alþingishúsið og Dómkirkjuna verða fyrir svona árásum, en í hita leiksins er fólk ekkert að hugsa um það og ég skil það afar vel.

Vonandi hefur þetta haft einhver áhrif svo við getum hætt áður en einhver stórslasast eða jafnvel deyr.

Við viljum getað lifað mannsæmandi lífi og það verður ekki nema að atvinnuvegurinn komist á fullt og eitthvað róttækt verði gert fyrir þá sem eru að missa allt , svo er það afar merkilegt að lítið sem ekkert er talað um þá sem ekkert eiga lifa á ölmusu, já ég segi ölmusu því fólk upplifir það þannig er það þarf að fá matargjafir og peninga til að framfleyta sér og sínum, er hætt þessu  þetta er nefnilega efni í heila bók.


mbl.is Yfir 30 rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég fór Milla.. Svo þrungið og áhrifaríkt var það. Fólk á öllum aldri með alvöru og jafnvel sorg í augum. Ég held líka að þessar rúður hafi verið brotnar af öðrum en því rólega fólki sem ég sá..Ég fór rúmlega níu og líklega hefur þetta versnað eftir það.

Kveðja úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2010 kl. 08:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit Silla mín að það eru bara fáeinir sem gera svona nokkuð.

Get alveg sett mig í spor þessa fólks og ég skil sorgina sem það gengur í gegnum það á ekki neitt þó það sé búið að þræla allt sitt líf.

Er sjálf ellilífeyrisþegi og á ekki neitt

Knús í Heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2010 kl. 08:35

3 identicon

Ég var þarna líka og gat ekki séð að neinn væri með læti enda voru flestir rólegheita manneskjur eins og ég og Silla. Ég dáist að því fólki sem lætur sig hafa það að berja taktfast á tunnur í fleiri klukkutíma það myndaðist æðisleg stemning þarna þrátt fyrir að tilefnið væri ekki skemmtilegt. Ég vildi bara að þú hefðir verið þarna, ég er ekki viss um að þú hefðir geta setið á þér ef þú hefðir horft á stóra eggjabakka með fullt af eggjum fyrir framan þig. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 08:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú þekkir mig nokkuð vel Jónína mín, en ég hefði ekki kastað til að brjóta neitt er soddan óttalegur chikken.

Já eins og ég hef sagt þá vildi ég hafa verið í þessari baráttu frá fyrstu tíð og auðvitað er stemmning.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2010 kl. 09:25

5 identicon

hvað eru 30 rúður miðað við veisluna sem Íslandsbanki hélt?

Alexander kristófer Gústafsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 10:29

6 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 6.10.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.