Vonbrigði

 Já ég hef orðið fyrir vonbrigðum og það svo oft að ég er alveg búin að fá upp í kok af ógeði, fólk kemur fram eins og ég veit ekki hvað, jú auðvitað veit ég það, það er talað um jafnrétti á Íslandi hvar í fjandanum er það, maður er kúgaður niður í skítinn í það óendanlega, maður getur tekið á hinum ýmsu málum, en í nær hring á maður að geta treyst, það er hrunið traustið sem ég taldi að mundi halda.

Ég geri mér fulla grein fyrir því hvaða væntingar ég geri til annarra og hef ákveðið að ef þær ekki standast þá bara þurrka ég út þá sem halda að þeir geti leikið sér með traust mitt í það
óendanlega, nú orðið á ég afar auðvelt með að þurka út þá sem hanga á öxlunum á mér og halda að ég trúi endalaust.

Ég er svo lánsöm að eiga heilsteypta fjölskyldu sem talar við mig af hreinskilni og takk fyrir það elskurnar mínar, nær og fjær.

 Þetta er frábær setning: " Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra"
Svo sannarlega ætla ég að reina það, oft nær þessi fáfræði tökum á manni og maður fer að ræða það sem fáfræðin er að segja við mann í staðinn fyrir að hlusta ekki og svara ekki.

Þeir sem eru fáfróðir halda að aðrir séu það líka og þess vegna sé þeim óhætt að mjaka til sannleikanum svo vel fari í eyrum annarra.

Stjörnuspáin mín í dag passar afar vel

 Sporðdreki: Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. Láttu þér standa á sama um fáfræði annarra.

Kærleik og visku til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikskveðja MIlla mín

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 10:10

2 identicon

Kærleikskveðjur frá mér(: )

Áslaug (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 10:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragna mín og Áslaug, vonbrigði mín spanna áraraðir, en ganga nú alveg fram af mér núna, svo ég hreinsa þau bara út.

Það er mér ekki erfitt, nema að komast að því að maður getur ekki treyst.

Knús og aftur knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2010 kl. 11:49

4 identicon

Hvað er nú í gangi Millan mín, erfiður dagur í dag?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín, bara verst að dagurinn er búin að vera nokkuð langur, svona um 13 ár.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2010 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.