Segi nú ekki annað, en guð blessi þetta fólk.

Já ég meina sko Jóhönnu og Steingrím, get nú eigi orða bundist, lagði mig aðeins og er ég vaknaði fór ég fram í eldhús, en í leiðinni var mér litið að tölvunni, blasti þá ekki við þessi frétt sem bar yfirskriftina Okkur hefur ekki mistekist.

Svo hrapalega hefur þeim mistekist að ég verð að biðja góðan guð að hjálpa þeim, það eru ár og dagar síðan átti að gera róttækar aðgerðir fyrir heimilin, ekkert hefur gerst, það átti einnig að hjálpa þeim sem minna mega sín, ekkert hefur gerst, á meðan hefur tíminn liðið og skuldirnar orðnar það miklar að fólk sér ekki fram á að geta nokkurn tímann borgað öðruvísi en að lifa sultarlífi og ekki hef ég orðið vör við að þau gerðu neitt fyrir þá sem minna mega sín, sultarólina herða þau á lífeyrisþegum með hækkunum á öllu sem við þurfum á að halda og eigi hækka bæturnar neitt.

Ætla nú ekki að fara að tala um atvinnuvegina sem hefði verið nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd, en var ekki gert, hefðum við verið ver stödd ef allt hefði verið sett á fullt, nei ekki aldeilis.

Svo sitja þau og eru óbangin við að lepja í okkur fjandans vitleysuna og þessu fólki verður guð að hjálpa því við erum hætt að taka við sorpi.


mbl.is Okkur hefur ekki mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband