Viðreisn á mínum forsendum

Má segja að mest allt mitt líf hafi ég verið að berjast við aukakílóin, Já ég taldi svo, en mikið ansans kjaftæði er að bera það á borð bæði fyrir ykkur og mig, því hefði ég verið að því á réttan hátt og með réttu hugarfari, ekki kennt allar götur öðrum um veikleika minn í þessari baráttu, væri ég að sjálfsögðu orðin grönn og fitt stelpa og engum að kenna, bara mér að þakka.

Heilsuleysið er búið að hrjá mig síðan ég var 50 ára og ætla ég nú ekki að fara að telja það upp hér eins hundleyðinleg sú umræða er, en þessi mánuður er búin að vera viðburðamikill og komst ég að því að ef ég ætlaði ekki að enda í hjólastólnum farlama aumingi með Cherry flöskuna í annarri hendinni og sígarettuna í hinni þá yrði ég að gera eitthvað í mínum málum, var nefnilega búin að segja einhvertímann að ég ætlaði að byrja á öllum þeim ósóma sem til er þegar á elliheimilið væri komin, en ætli það hafi nú ekki bara verið orðagjálfur.

Viðreisn á mínum forsendum verður verkefnið mitt allt næsta ár og þá verð ég komin á rétta sporið.

Ég ætla að ráða mér sjálf.  
Ekki fara eftir annarra ráðum.

Ég ætla að borða þegar ég vil.   
Ekki er aðrir segja mér að borða.

Ég mun bara eiga það til sem ég borða.
Ekki það sem aðrir vilja borða.

Ég mun hætta að stjórna í öðrum.
Ekki leifa öðrum að stjórna í mér.

Ég ætla að lifa lífinu eins og ég vil.
Ekki eins og aðrir telja best fyrir mig.

Í þessu yfirlýsingum er ég ekki að meina börnin mín
því þau eru stoð mín og stytta.

Ég er að meina kerfið allt eins og það leggur sig, hver
þekkir líkama sinn betur en ég og veit nákvæmlega
hvað honum er fyrir bestu.

Ég elska mig, fólkið mitt, orkuna frá hafinu, loftinu,
jörðinni og himinhvolfinu.


Kærleik á línuna



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR !

 Gangi þér allt í haginn Milla mín :) Þú átt það svo sannarlega skilið!

 Knús og kram,

Jóna Ósk

Jóna Ósk (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 14:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóna Ósk mín, vildi að ég hefði verið svona vitur fyrir 30 árum.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2011 kl. 15:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Milla mín, ég var einmitt að taka svipaða ákvörðun um mig.  'Eg ætla að fara að hugsa um sjálfa mig og það sem mér er fyrir bestu, vera hamingjusöm, hef reyndar oftast verið það, en núna á mínum forsendum.  Það er einhvernveginn léttir að hafa tekið þessa ákvörðun.  Knús á þig inn í nóttina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 17:14

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gott mál Milla mín, við erum alltaf að segja hver annarri að hlusta á innri rödd, en hlustum svo kannski ekkert á okkar innri rödd? ..  

Það er svo mikilvægt að hugsa um sjálfan sig og verða ekki eins og "mamman" í kartöflubeðinu sem er búin að gefa alla orku og næringu og hefur ekki hlúð að sjálfri sér. Hvernig lítur þessi móðurkartafla út við uppskeru?  Hún er öll í krumpi og ónýt! ..  

Nei, börnin vilja ekkert svoleiðis mömmu - þau vija hafa hana hamingjusama og fulla af orku.  Stöndum með sjálfum okkur, öðru vísi stöndum við ekki með öðru fólki og hvað þá börnunum okkar. 

Til hamingju með þínar ákvarðanir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.2.2011 kl. 18:35

5 identicon

Gangi þér vel elsku Milla.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 19:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er málið Ásthildur mín, að taka ákvörðun á eigin forsendum er bara frábært.
Knús til þín og þinna þarna úti

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2011 kl. 21:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert svo frábær Jóhanna mín já móðurkartaflan hún er ekki falleg við uppskeru, en frábær samlíking hjá þér.

Hef nú samt verið svo lánsöm að oftast hef ég verið hamingjusöm, það er svo auðvelt fyrir mig að elska lífið og tilveruna.

Knús til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2011 kl. 21:37

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2011 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband