Kannski gerist það núna.
5.2.2011 | 12:45
Þér hefur sjaldan vegnað jafnvel og þessa dagana
og ert einfaldlega að uppskera eins og þú átt skilið.
Gaumgæfðu peningamálin betur og mettu verðmæti eigna þinna.
Það er alveg satt að mér vegnar afar vel í öllu sem ég er að gera og ég er viss um að ég er að uppskera eins og ég hef sáð og á skilið. Er nefnilega að hugsa bara um mig, ná heilsu og verða ennþá hamingjusamari en ég er ja sko ef mér er ætlað það í þessu lífi.
Vona nú að ég finni það sem ég hef aldrei fundið og það er ástin og ástarsamband við mann sem hugsar eins og ég, en er engin gunga, þoli ekki já menn eða menn sem aldrei þora að segja það sem þarf hvað þá að ræða um hvað þeir vilja eða að hlusta á hvað ég vil, einnig þarf að vera virðing, traust og gleði, Uss hvað er ég að rausa þetta núna, en þetta kom bara.
Nú ég á að gaumgæfa peningamálin og meta verðmæti eigna minna, ég á engar eignir jú ég á bílinn og er með hann á sölu, kannski það gerist núna að hann seljist vonandi og þá mun ég eigi láta verðmæti hans rýrna.
Ég átti að fara í blóðtöku í vikunni (þeim vantar í slátrið á sjúkrahúsinu Hahaha) nennti ekki að fara út í kuldan svona snemma morguns fer bara í næstu viku ef veðrið hefur eitthvað batnað þá, annars er það nú eins gott því ég þarf inn á Akureyri á Þriðjudaginn, það er þetta venjulega gangráðaeftirlit.
Helgin verður róleg hjá mér að vanda, nýt þess í botn.
Kærleik á línuna
Millasem elskar sjálfan sig
Athugasemdir
Gott að lesa bloggið þitt alltaf Milla mín. Ég hef verið löt á mínu þó ég hefði gott af því að byrja aftur að rausa smá hér. Gangi þér vel að komast é eftirlitið. kveðja úr firðinum kæra blogg og fb vinkona.
Áslaug Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 13:42
Gaman að heyra í þér Áslaug mín, já þú ættir að byrja aftur það kemur hreyfingu á mann þó kannski fáir lesi, skiptir ekki máli bara ef maður kemur einhverju frá sér.
Já ég mun komast í eftirlitið, ef það er eitthvað að veðri þá seinka ég því bara það er nefnilega ekkert gaman að aka Víkurskarðið í vondu veðri.
Knús til þín kæra vinkona
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2011 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.