Hafið þið, ekki ég.

Hafið þið fundið sanna ást                            Ekki ég
Hafið þið fundið kröfulausa ást                    Ekki ég
Hafið þið eldað góðan mat                            Ekki ég
Hafið þið þrifið nógu vel                               Ekki ég
Hafið þið alið upp börnin nógu vel               Ekki ég
Hafið þið sloppið við að spilla þeim             Ekki ég
Hafið þið sloppið við að nota hvíta lygi       Ekki ég
Hafið þið sloppið við að gera skilagrein      Ekki ég
Hafið þið sloppið við lítilsvirðingu               Ekki ég
Hafið þið ætíð haft góð jól                           Ekki ég
Hafið þið ætíð fengið sæta litla gjöf             Ekki ég
Hafið þið átt mann sem virðir ykkur            Ekki ég
Hafið þið skapað öllum gott heimili             Ekki ég
Hafið þið sloppið við andlegt ofbeldi           Ekki ég
Hafið þið sloppið við líkamlegt ofbeldi        Ekki ég
Hafið þið sloppið við að það sé tekin
              kílómetrarnir á bílnum ykkar
              svo sjáist að þið hafir bara farið
              í vinnuna                                        Ekki ég
Hafið þið fengið  heimsókn frá
              pabbanum er börnin fæddust        Ekki ég
Hafið þið sloppið við hótanir um
              líkamsmeiðingar heilu
              næturnar                                        Ekki ég
Hafið þið sloppið við að vakna upp og
              það er  búið að sparka ykkur
              út   á gólf                                       Ekki ég  
Hafið þið sloppið við að vinna ykkur út
              úr vandanum sem þið ákváðuð
              að leifa                                          Ekki ég

Ég elska sjálfan mig, fjölskylduna mína, lífið og
tilveruna.
Lífið er dásamlegt í dag.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband