Himinn, jörð + heilsa
7.2.2011 | 09:46
Hvað er hveitikím? það er mikið talað um vítamín og bætiefni af ýmsum toga og ég með mitt egó opna ævilega munninn og fer að tala um það sem ég veit, veit nefnilega allt, nei í alvöru þá er fólk að kaupa allskonar vítamín og veit ekkert um þau hvað þá hvort þau komi hverjum og einum að gagni eður ei.
Vítamínin ættu að koma úr matnum og frá sólinni, en þar sem við höfum of litla sól og margan matinn er búið að eyðileggja með hinum ýmsu meðhöndlunum þá verðum við að lesa á, hlusta og hugsa um hvað sé í raun gott.
Hveitikím er hinn gullni matur að mínu mati með flest þau steinefni sem við þurfum, eins og magnesíum, Sinki, kalíum, járni ómega 3, A-, B1, B3 og B vítamínin eru afar nauðsynleg til að viðhalda jafnri orku og heilbrigði vöðva innri líffæra hárs og húðar. Hveitikímið er ríkt að e vítamíni sem er eitt magnaðasta fituleysanlega andoxunarefnið í líkamanum, einnig er það afar styrkjandi fyrir húð og hár og held bara að það yngi mann upp um mörg ár. Einnig hefur það góð áhrif á sjón, augu, blóð og lungu, svo ég tali nú ekki um hjartastarfssemina.
Hveitikímið fæst í öllum heilsuhornum og heilsubúðum, ég læt það í mörg lítil box og frysti því annars þránar það og það er ástæðan fyrir því að eigi er það sett með í vinnsluna á hveitinu, heppin við, nú þurfum við ekki að kaupa okkur margar dollur af vítamínum.
Ég Hveitikímið út í AB mjólkina á morgnanna ásamt sölum, gojaberjum, mulberrys og öllu mögulegu hollu sem ég á til, svo má strá því út á fiskin og svo margt annað.
Gæti talað um þetta í allan dag, en læt hér staðar numið.
Verð samt að segja frá að ég tek einnig D víamín, sem er afar mikilvæt þó þið takið lýsi.
Kærleik á línuna og munið að elska það sem þið borðið
þá fer maturinn betur í ykkur.
Athugasemdir
Góð skýring og þörf. fólk spáir alltof lítið hvað það ''étur'' og meira að segja læknar hafa lítið við á næringarfræði sem sýnir sig þegar þeir segja ''Borðaðu bara venjulegan mat'' sem segir hreinlega ekkert. Venjulegur matur hjá einni fjölskildu er ekki sama og venjulegur matur hjá annarri svo fólk verður að hugsa vitrænt í þessum efnum.
Valdimar Samúelsson, 7.2.2011 kl. 10:22
Rétt hjá þér Valdimar, ef fólk borðar ruslfæði, álegg, unnar kjötvörur, pakka og dósamat þá er voðin vís
Takk fyrir innlit
PS. Þú ættir að lesa aftur því það fór ekki allt inn, smá breyting og viðbót
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 10:58
Ég er svo heppin að eiga hana tendadóttur mín sem er matvæla og næringafræðingur og hún er á við margar alfræðibækur og gúgl. Hún hefur einmitt talað um þetta með vítamínin t.d er þetta q 10 dót ekki rétt unnið til þess að yngja mann upp hii hi ,og vítamín geta ekki komið í stað hollra hráefna sem við erum svo heppin að hafa fullt af. Svo eru þessi fæðubótarefni bara hættuleg fyrir okkur sem eitkvað amar að eins og gigt ,hjartavandamál og fl.og fl. Hún hefur einmitt verið að byggja sig upp eftir meðgöngu og hún borðar eingöngu brauð sem hún bakar úr hveitikími vatni og ég held salti. Ég þarf að fá mér þetta undraefni hveitikím. Þetta með snirtivörur er nú bara rugl það vitum við sem eldri erum. knús elsku Milla og gangi þér vel í dag.
Áslaug Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 11:29
Þakka aftur Guðrún. Þú mættir bæta mér inn sem vin þá fæ ég tilkynningu ef þú skrifar svona þarfa grein aftur.
Ég keypti nefnilega 3 poka af hveitikím um daginn og svo múslí en er ekki nógu duglegur að borða þetta. Eitt kg af múslí var á tæpar 500 en kíló af af kornflakes 1000 kr.
Valdimar Samúelsson, 7.2.2011 kl. 12:47
Áslaug mín mikið ertu heppin að eiga svona flotta tengdadóttur, það er rétt hjá henni með mörg af þessum vítamínum þau eru bara rusl og fæðubótarefni eigum við ekki að taka. Ég hef oftast bakað mín brauð sjálf, en núna lofaði ég bróður mínum að hann mætti eiga mig í þessum málum í 3 mán og þá er ekkert brauð, kartöflur, gulrætur, sykur nema í ávöxtum, morgunkorn ekkert og mér er nú sama um það rusl, ég er í hráfæði hálfan daginn reyndar mínus svo margt í því á kvöldin er bara fiskur eða kjúklingur með maukuðu hráu grænmeti eða gufusoðnu. Eftir þessa 3 mánuði verð ég að sjálfsögðu orðin heilaþveginn og mun halda áfram á þessari braut.
Þetta er bara gaman og afar gott.
Hveitikímið gerir okkur unglegar og góður matur
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 14:14
Sæll aftur Valdimar, vona að þú hafir fryst Hveitikímið það er svo fljótt að þrána.
Múslí getur verið varasamt þú þarft að lesa vel á innihaldslýsingu.
Ef þú ert að borða þér til betri heilsu þá þarf að huga vel að öllu sem þú kaupir, þú mátt alveg spyrja mig ef þú vilt og ég mun svara þér af bestu getu og kunnáttu, ég hef allavega afar langa reynslu í streðinu við aukakíló og heilsuleysi læt ég það vera búið núna.
Búin að biðja þig um vinskap.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 14:21
þakka fyrir svarið. Varðandi múslí ég hef ekkert spekúlerað í innihaldinu en ef þeg má, er einhvað þar sem er óæskilegt og er einhvað betra en annað.
Valdimar Samúelsson, 7.2.2011 kl. 14:59
Já þakka fyrir að leifa mér að vera vinur þinn. :-)
Valdimar Samúelsson, 7.2.2011 kl. 15:00
Veistu ég borða aldrei múslí, ég fæ mér AB mjólk með hveitikím, byggflögum frá móður jörð sölum og nokkrum Gojaberjum, fyrir mig er of mikið að borða þurrkuðu ávextina í múslíinu + ferska ávexti sem ég borða yfir daginn, en þetta er bara einstaklingsbundið.
Ef ég mundi borða múslí þá mundi ég fá mér lífrænt múslí sem fæst í heilsubúðum.
Ekkert að þakka með vinskapinn bara gaman að einhver hefur áhuga á þessum málum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 15:37
Kærar þakkir fyrir frábærar upplýsingar. Þetta á eftir að koma sér vel.
Með bestu kveðjum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.2.2011 kl. 17:07
Mér finnst hveitikím algert ógeð og get ekki étið það. Prufaði að setja það út í AB mjólk og útbúa líka nokkurskonar klatta úr því en alveg sama, bara vibbi ..
Ég reyni að éta það sem er gott fyrir mig. Las t.d. að öll gerfisæta er vond fyrir gigtina og hætti í öllu light dóti.
Í þessu er engin ein leið rétt, hver verður að finna sinn stíg. Annars væri þetta örugglega ofsalega einfalt ef eitt passaði fyrir alla.
Kveðja á Húsavík :)
Ragnheiður , 7.2.2011 kl. 17:47
Njóttu vel Beggó mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 21:46
Satt hjá þér Ragga mín, allir verða að finna sinn stíg, allt diet er einnig slæmt fyrir mig svo ég er hætt í því, líka rotvarnarefni, þannig að ég nota örsjaldan pakkasúpur, pakkasósur, pottrétti og annað það sem hefur þennan óþvera að fela.
En heill frumskógur eru þessi matvæli og afar skemmtilegt að pæla í þessu enda hef ég tíman til þess.
Kveðja á nesið
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2011 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.