Himinn, jörð + heilsa ll
9.2.2011 | 08:50
Tala um himininn því úr honum fáum við svo margt, það er að segja við sem búum í mengunarlausu landi fáum t.d hreina rigningu til jarðar, eða er það ekki svo að rigningin tekur með sér mengunina sem leikur í loftinu, yfir menguðum borgum, og kemur mengað til jarðar allavega held ég það. Ætla ekki að tala meira um það núna.
Talaði um Hveitikím um daginn og gæti ég talað mikið um það, en læt fólki það eftir að googla á og njóta að lesa sjálft.
Ég er einnig unnandi Hveitiklíðs það er hýðið af hveitinu sem er skilið frá eins og kímið. Klíð er um 12% af hveitikorninu og er afar trefjaríkt auðugt af B-vítamíni og fosfór. Eitt ber að varast, borði maður það hrátt getur það dregið úr steinefnaupptöku líkamans og því haft öfug áhrif, en þetta gerist ekki ef það er soðið í einhverju svo sem í graut, bakað úr því brauð eða sett út í súpur eða sósur
Ég nota nú samt grófunnið Hveitiklíð "stundum" út í AB mjólkina mína, það er nefnilega gróft eins og All Brand, brakandi gott undir tönn.
Þar sem ég veit að allmargir henda öllum ruslpósti eða fá hann ekki þá tek ég mér bessaleifi og set hér inn smá um D-víamín, en heilmikil lesning um það kom í síðasta Heilsufréttablaði heilsuhúsins, einnig tel ég marga hunsa svona fréttir, en það er bara rangt, vill ekki fólk fá betri heilsu svo ég tali nú ekki um að veita börnunum sínum gott heilsufarslegt uppeldi, börnin búa að fyrstu gerð.
D vitamín/Heilsufréttir 18.tlb. 10.árg. 2009
D-vítamín er nauðsynlegt í skammdeginu:
Eykur vellíðan, styrkir lungun og dregur líklega úr einkennum Parkinsons
Eitt þeirra vítamína sem við ættum að huga þegar sólar nýtur lítið við er D-vítamín sem stundum er kallað sólarvítamínið. Nýleg áströlsk rannsókn leiddi í ljós að D-vítamín er afar áhrifaríkt gegn skammdegisþunglyndi. Í ranóknin sem gerð var á 400 manns, þar sem helmingurinn fékk D-vítamín og hinn helmingurinn lyfleysu, sögðust nær 100% þeirra sem sem tóku inn D-vítamínið að þeim liði betur en áður, eftir að hafa aðeins neytt þess í fjóra daga. Þetta kann að stafa af því að D-vítamín hefur þann eiginleika að auka serótínmagn í heilanum en skortur á því leiðir einmitt til þunglyndis.
D-vítamín verður til í húðinni eftir að hún hefur komist í snertingu við útfjólubláa geisla sólarinnar. Einnig getum við fengið það úr feitum fiski, t.d. fisklifur og lifur annarra dýra. Mest af því er að finna í þorskalifur. Einnig er nokkuð magn þess að finna í fræspírum, sveppum, sólblómafræjum, mjólkurafurðum og eggjum. Loftmengun, paraffínolía og laxerolía eru gagnvirk D-vítamíni.
Öll þurfum við lífsnauðsynlega á D-vítamíni að halda til þess að frásoga kalk en það stuðlar að heilbrigðum beinum og sterkum vöðvum og ekki síst heilbrigðu ónæmiskerfi. D-vítamín er líka nauðsynlegt til að skjaldkirtill og fleiri kirtlar starfi eðlilega. Það hindrar tannskemmdir og tannrótarbólgur auk þess að koma í veg fyrir beinkröm. Auk kalks stuðlar D-vítamín einnig að upptöku fosfórs og annarra steinefna. Rannsóknir á beinþéttni hjá eldri borgurum leiða ítrekað í ljós nauðsyn þess að þeir taki inn D-vítamín til að koma í veg fyrir beinþynningu. Fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við.
Samanmerki á milli neyslu D-vítamíns og heilbrigðra lungna
Rannsóknir sýna líka að þeim mun meira D-vítamín sem rennur um æðar okkar því heilbrigðari eru í okkur lungun. Þegar er búið að sanna að skortur á D-vítamíni eykur hættuna á háum blóðþrýstingi, sykursýki, krabbameini og beinþynningu. Nú hafa læknar á Nýja-Sjálandi hins vegar uppgötvað að samhengi er á milli D-vítamíns og heilbrigði lungna: "Svo langt sem við eygjum er þetta í fyrsta sinn sem einhver uppgötvar þessi tengsl á milli D-vítamíns og starfsemi lungnanna," segir Peter Black, forsprakki Nýsjálenska vísindahópsins frá Háskólanum í Auckland en hann og félagar hans komust að þessu þegar þeir rýndu á ný í rannsóknir sem framkvæmdar voru í Bandaríkjunum á árunum 1988 og 1994. Niðurstöðurnar voru geymdar í Third National Health and Nutrition Examination Survey (NHANES III). Rannsóknin náði til meira en 14.000 Bandaríkjamanna, 20 ára og eldri. Mælingar höfðu verið gerðar á útöndum hvers og eins. Niðurstaðan var einföld: því meiri neysla á D-vítamíni því heilbrigðari eru lungun.
"Við vitum ekki alveg af hverju þetta er svona," segir Black en hann bendir á að allir viti um samhengið á milli neyslu D-vítamíns og sterkra beina. Hugsanlegt sé að D-vítamín hafi með sama hætti áhrif á lungnavefinn, sem vitað er að að endurnýjar sig alla ævi líkt og beinin. Frekari rannsóknir á þessari stóru uppgötun eru í vinnslu.
Allir ættu að lesa og fara eftir.
Kærleik og frið í hjarta
Milla
Athugasemdir
Knús og góð ertu að vekja athygli á þessu Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2011 kl. 20:57
Hahahaha
Nú léstu mig sitja, svona á svipinn
ég hendi nefnilega öllum ruslpósti og lít ekki á hann :)
Ragnheiður , 10.2.2011 kl. 05:23
Ekki veitir af Ásthildur mín, þú sérð nú hvernig svip Ragga fékk hún hendir nefnilega öllum ruslpósti, það geri ég reyndar líka nema einstöku blöðum.
Knús til ykkar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2011 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.