Óhugnaður af verst gerð
11.2.2011 | 07:55
Þetta og skyld mál eru þau verstu sem koma upp, en sem betur fer koma þau upp því þá vaknar alþjóðasamfélagið að værum blundi og gerið eitthvað í málunum, eða er það kannski svo með þessi mál eins og svo mörg önnur að dæmt er, þau í brennidepli einhvern tíma svo gleymast þau og engin er meðvitaður um það sem er að gerast í kringum okkur þar til næsti óhugnaður kemst upp.
Hugsið ykkur þessi maður er 48 ára búin að eignast 8 börn með stjúpdóttur sinni, misnota hana, son sinn og dóttur selja aðgang að stúlkunum, er eitthvað til óhugnanlegra, held ekki. Guð hjálpi þessu unga fólki og öllum börnunum.
Ég hef furðað mig á er svona mál koma upp hvernig sé hægt að ala upp svona skrímsli, hvað er að og hvað hafa foreldrar, fósturforeldrar gert til þess að börnin þeirra ( Einhvertímann hafa skrímslin verið börn) breytast í skrímsli og taka sér rétt til að misnota, misþyrma, lítilsvirða og hvað eina sem hægt er að nefna. Þetta heitir að myrða fólk því þau ná sér aldrei í lífinu frá þeim ótta sem í þeim býr.
Eins og ég hef oft sagt, þá hefur hér á landi eigi verið sinnt um kynferðisbrotamál sem skildi, það er gert lítið úr þeim, konur niðurlægðar í yfirheyrslum og svo margt sem gerir þeim erfitt fyrir þær eru stimplaðar þó margt hafi lagast þá ekki nóg.
Dæmum ekki,verum meðvituð án fordóma
þá hjálpum við mörgum
Eignaðist 8 börn með stjúpdóttur sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er meira að segja mannskemmandi að lesa um þetta Milla mín. Ég get svo svarið það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2011 kl. 08:27
Já elskan það er það, enda missti ég listina á morgunmatnum
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2011 kl. 11:07
Þetta er þvílíkur viðbjóður.
En ávalt velti ég því fyrir mér hvernig þetta getur viðgengis ár og áratugi án þess að nokkur taki eftir eða geri eitthvað í málinu.
Hvað með heilbrigðiskerfið. Voru börnin ekki getinn á spítala og þurfti ekki að feðra þau á pappírum. Hvað með skólakerfið og önnur batterí.
Var enginn með meðvitund!!!
Ég einfaldlega skil ekki svona!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 11:30
Aumingja aumingja börninn. Er það eina sem maður getur hugsað. Svo næst hugsar maður að svona villidír eiga ekki skilið að fara í fangelsi.
Fyrst þegar ég las þetta datt mér í hug að senda svona skrímsli á eyju lengst úti í hafi með eina veiðistöng og tjald. Svona ísbjarnar eyju.
Ísbirnir eru í útrímingarhættu og vantar fæðu. Tvær flugur í einu höggi.
Arrrrrrrg ég verð pirruð að lesa svona fréttir. Nei ég verð eigilega bál-reið.
Það eru til fullt af fólki til í að taka börn að sér. Ég hef gert það og þau eru mér stjörnurnar sólinn og lífið.
Matthildur Jóhannsdóttir, 11.2.2011 kl. 11:45
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.2.2011 kl. 14:19
Það er ekkert skrítið þó þú skiljir þetta ekki, nei börnin voru trúlega ekki getin á sjúkrahúsi, heldur heima, en fæddust á sjúkrahúsi, ja eða heima trúlega hefur engin verið vakandi í þessu umhverfi, en fólk talaði um hvað börnin líktust karlinum.
Úti í þessum stóra heimi er afar auðvelt að fara framhjá kerfinu, meira að segja á Íslandi þurfa mæður ekki að tilgreina föður.
Takk fyrir þitt innlit eggert.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2011 kl. 16:41
Ég tel Matthildur að fangelsi sé einmitt það sem þeir eiga skilið, þar eru svona menn nefnilega teknir í gegn, engin þolir þessa menn ekki einu sinni morðingjar.
Annars er það ekki málið að mínu mati heldur hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að alþjóðasamfélagið ali upp svona skrímsli, annað hvort fæðast börn geðveik og ef foreldrar taka ekki eftir því, gerist eitthvað álíka og þetta, en svo er einnig hægt að búa til skrímsli með uppeldi og þá er voðin vís
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2011 kl. 16:48
Tinna takk fyrir þitt innlegg sem er hressandi að vanda, jú veistu það er í lögum að eigi megir þú sænga eða hafa samfarir við sjúkling á sjúkrahúsi, en auðvitað er hægt að geta barns í ræstingakompunni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2011 kl. 16:50
Þetta er auðvitað klár viðbjóður, sem hryllir undan.
Það gagnar lítið, á þessu stigi máls, að biðja Guð að hjálpa þessu fólki og börnunum. Nær væri að spyrja, hvar hann hafi haldið sig á meðan á þessu gekk!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.2.2011 kl. 18:59
Axel!!! Ég tel það gagna að biðja hann um að hjálpa þessu fólki, en læt þér eftir að spyrja hvar hann hafi verið er þetta gerðist
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2011 kl. 08:34
Það er að venju fátt um svör!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.2.2011 kl. 19:44
Merkilegt sem það er þá fær maður ekki svör við öllu, en hvað er þetta að kenna alþjóðasamfélaginu, hlýtur að vera eitthvað, annars mundi ekki svona vera til.
Tel okkur vera miklu meðvitaðri um það sem gerist í kringum okkur, ætli það sé ekki nándin sem skapar það, svo er það spurning um að þora að segja til.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.2.2011 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.