Himinn, jörð + heilsa lll
21.2.2011 | 09:51
Vallarnes ræktar allt mögulegt og framleiðir undir merkinu Móðir jörð, er það ekki fallegt, jú og allt sem kemur frá Móður jörð er bæði fallegt og gott, og vitað mál er að varan er framleidd í gleði og með hjartað á réttum stað.
Byggflögurnar eru ný framleiðsla frá þeim og hef ég ekki notað neitt betra í múslíið mitt, ég kaupi mér nefnilega ekki múslí í pökkum, kannski er ég bara matvönd, held samt ekki.
Hér kemur lýsing á Byggflögum sem ég nappaði af
heimasíðu þeirra bænda í Vallarnesi.
Slóðin á þá síðu er http://vallanes.net/
Endilega skoðið.
Byggflögur Móður Jarðar eru góður íslenskur valkostur í grauta, bakstur (brauð, kökur og kex), slátur, múslí og aðra matargerð.
Þær eru unnar úr bygginu eins og það kemur fyrir og innihalda því trefjaefni úr hýðinu sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna og þær veita orku fyrir daginn úr flóknum kolvetnum. Trefjaefnin í byggflögunum eru bæði óleysanleg trefjaefni sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr blóðsykursveiflum.
Með byggflögum öðlast gamli góði hafragrauturinn nýtt líf úr íslensku hráefni.
Bygggrautur fyrir tvo:
2 dl byggflögur, 5 dl vatn, 1/2-1 tsk salt. Soðið í u.þ.b. 5 mínútur. Má bragðbæta eftir smekk m.a. með rúsínum, kanil, fræjum, berjum eða sultu.
--------------------------------------------------------------
Það sem ég set út í AB mjólkina mína er:
3 matsk. byggflögur
1 do hveitikím
1 do Gojaber
1 st Kíví
3 tesk. kanill
3 do Fræ
Stundum set ég rúsínur í staðin fyrir Gojaberin
tek fram að allt er þetta lífrænt ræktað, nema
AB mjólkin.
Er nýbúin að uppgötva Biobú vörurnar og kaupi mér
þær bæði yogurt og smjörið, en biobúið framleiðir
mjólkurafurðir frá jörðum sem hafa lífræna vottun.
Einu vítamínin sem ég tek eru D-vít og fljótandi magnesíum
Flest önnur vít fæ ég úr Bygginu og hveitikíminu
Sumum finnst ég óþolandi í mínu tali um lífrænt, en þær vörur eru bara svo þúsund sinnu betri, en venjulegar vörur. Auðvitað verð ég að kaupa mér venjulegt grænmeti það þarf bara að þvo það afar vel, en bragðið er ekki það sama. Þar sem ég bý þarf ég að aka í klukkustund til að nálgast lífrænt ræktað grænmeti og það er ekki að ganga upp en nota tækifærið er ég fer til Akureyrar, kannski maður aki bara upp á hérað í sumar, en verð að segja frá því að ég fæ tómata, gúrkur, paprikur og kryddjurtir hér inni í sveit og gulrætur er þær spretta upp og svo eru það eggin sem koma frá landnámshænunum hér rétt hjá mér.
Sumir tala um að það sé svo dýrt að kaupa svona mat, en síðan ég byrjaði á þessu hef ég eitt minna í mat en áður.
Merkilegt, en fólk talar ekki um að aðrar neysluvenjur þess kosti of mikið, ég mundi ekki hafa efni á mörgu því sem fólk er að leifa sér allt í kringum mig.
Elskið það sem þið borðið, það sem þið ekki elskið
eigið þið ekki að borða.
Athugasemdir
FLott ertu, ætla að kíkja eftir þessu í matvöruverslunum hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 10:31
Já gerðu það elskan, veit að þetta fæst í Samkaup, þeir eru með heilsuhorn, allavega hér hjá okkur
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2011 kl. 10:39
Líst vel á þetta, Milla mín - en hvaða mælieining er 1 do?
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 21:42
Nafna mín sama og mælingin fyrir ofan,
Knús í hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.2.2011 kl. 22:02
Takk kæra nafna
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 22:21
Þú ert alveg dásamleg! Auðvitað er best að borða það sem maður elskar og sem allramest af því. Ég á barnabarn sem elskar ekki bara hafragrautinn sinn, skyrið, kálið og allskyns hollan og góðan mat, því það sem hann segist þó elska mest eru lyklar. Hann á þá í tugatali og safnar af áráttu. Vona bara að hann taki þig ekki á orðinu og borði þá, af því hann elskar þá svona mikið.
Ég er bæði komin með hveitikím, byggflögur o. fl. í skápinn minn og neyti með ánægju, að áeggjan vikonu minnar sem ég hef aldrei séð, þó ég voni að úr rætist fyrr en síðar. Takk fyrir mig!
Bergljót Gunnarsdóttir, 23.2.2011 kl. 21:01
Þú ert yndisleg, Humm lyklar, já vonandi tekur hann mig ekki á orðinu, þú getur tjáð honum að þetta eigi bara við um mat.

Mundu bara að frysta hluta af hveitikíminu, það er svo fljótt að þrána, og endilega að taka D-vítamínið.
Að öllu forfallalausu þá kem ég á sýninguna þína Beggó mín og hlakka mikið til
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2011 kl. 22:15
Takk fyrir það, hlakka til!
Hvað varð um myndina af þér? Hún var svo falleg.
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.2.2011 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.