Kannski er ég orðin of gömul
5.3.2011 | 16:17
Nei held að það sé aldrei of seint að byrja. þegar maður les góðan pistil í blaði eða á netinu, eins og, Góð sjón byggir á góðri næringu, þá renni ég huganum aftur í tímann og rifja upp það sem ég var alin upp á, sem átti að vera svo hollt og gott.
Það voru allskonar mjólkurgrautar með slátri og eins miklum kanil og ég vildi, hvítan dýsætan jafning fékk ég með saltkjöti, pulsum, steiktu slátri, hangikjöti, bjúgum og kálböglum ekkert af þessu er hollt.
Smjörlíkið var óspart sett á pönnuna er steiktar voru kótelettur, lærisneiðar, snitzel og fiskur, ævilega fékk ég allskonar kaffibrauð sem mamma bakaði, ekki var það af verri endanum hjá þessari elsku enda fyrirmyndar húsmóðir, hamsatólgin þótti ómissandi út á saltfiskin, skötuna, signa fiskinn og heimabakaða rúgbrauðið með þykku smjöri.
Ég fór að sjálfsögðu með þetta fína veganesti út í lífið og svona ól ég mín börn upp ekki að það bættist ekki í flóruna, mikil ósköp, hammarar og franskar, svo allar sósurnar sem ég geri úr majónesi,+ allar rjómasósurnar, OMG ég hugsa til þess með hryllingi í dag, en ég vissi bara ekki betur.
Auðvitað er ég fyrir löngu búin að setja stopp á flesta vitleysuna, en svo las ég þessa grein.
Góð sjón byggir á góðri næringu og mikil ósköp það vissi ég, en ekki kannski að það hefði svona góð áhrif á sjónina.
Talað er um andoxunarefnin eins og C-E vítamín beta-karótín sem er er hluti a vítamíns Lútein er oflugt andoxunarefni sem fæst úr spínati spergilkáli og káli. Gott er að vita að steinefni á borð við Zink og Selen styrkir varnir sjónarinnar og viðheldur góðri sjón. Talið er að beint samband sé á milli hrörnunar sjónar og sykurneyslu, þannig að elskurnar mínar forðast ber sykur, gosdrykki, unnar kjötvörur og margt annað sem hægt er að telja upp.
Hvernig væri nú að gefa þessum góðu ráðum, sem Heilsu-Pósturinn færir okkur tækifæri bara svona til að hindra aldurstengda augnsjúkdóma.
Það eru margir sem henda öllum ruslpósti og ég einnig, nema Heilsu-Póstinum og öðrum blöðum tengdum heilsu, það gæti verið gott að lesa þó maður verði að læra að vingsa úr það sem er raunverulega holt og gott og það sem er ekki nógu gott, alveg nauðsynlegt að lesa vel á allt sem maður kaupir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.