Brosið / Undrun / hugleiðing

Ætli það sé orðið gamaldags að brosa, þá meina ég brosa með öllu andlitinu og vera glöð gagnvart fólki sama hvort maður þekki það eður ei, Hmm mætti halda það, ef maður brosir þegar maður kemur inn í búðir, stofnanir, sjúkrahús eða bara hvar sem er þá verða margir/flestir vandræðalegir og hugsa ætli við þekkjumst eða jafnvel er hún á lyfjum þessi, en ekki ætla ég öllum að vera svo vitgrönnum eða nútímalegum að vita ekki að það er í lagi að brosa.

Þegar inn í búðir kemur veit maður um leið hvernig starfsfólkið fór fram úr rúminu þann morguninn og ég segi fyrir mitt leiti að ef það er ekki glaðvært og sýnir kurteisi þá þakka ég fyrir góða þjónustu og labba út, starfsfólkið verður alveg undrandi og horfir örugglega á hvort annað og segir:" Rugluð í hausnum þessi"

Ég kom til dæmis inn í búð fyrir jólin og var að leita mér að legghlífum svona smart með loðkanti, tölum eða öðru skrauti, spurði stúlkuna hvort það væru til slíkar, hún leit upp frá því sem hún var að gera og sagði: "bara þær sem eru fyrir aftan mig" Halló!!! ég labbaði út án þess að segja takk. Þarna var ekki brosað á móti.

Nú fólk kemur saman á fundum og ætlar að eyða saman nokkrum klukkutímum yfir vissum málefnum þá finnst mér alveg nauðsynlegt að fólk heilsi yfir hópinn og brosi það þjappar fólki saman og gerir fundarsetuna skemmtilegri það er meira að segja svo slæmt að fólk sem þekkist gefur sig ekki að hvort öðru mér er nær að halda að það haldi sig vera komið á æðra plan er það stígur inn á fund. Fundir og ráðstefnur eru til að fræðast af og fræða hvort annað, sem sagt, Samvinna ekki að allir séu að skara að sinni köku það bara virkar ekki.

Ég kom einu sinni brosandi á móti konu og sagði góðan dag hún brosti á móti og spurði hvort við þekktumst eitthvað ég sagði nei ekki svo ég viti til, ég hélt það sagði konan, þú brostir svo breytt, yndislegt, en hún spurði þó og brosti sínu blíðasta.

Sem betur fer þá er það þannig í mínum bæ að flestir kunna að brosa og ég mæti góðu viðmóti í þeim búðum og þjónustustöðum sem ég þarf að nota, en það er ekki allstaðar.

Við ættum að hugleiða þetta með brosið, brosið sem gleður alla þegar fólk veit að það er í lagi að brosa.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Brosið er alltaf til bóta, ég nota mitt oft á dag og það gerir mér lífið léttara og miklu skemmtilegra.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2011 kl. 12:36

2 identicon

Bros er nauðsynlegt og að brosa til fólks er bara af hinu góða.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bros getur bargað lífi, það er staðreynd.  Og allavega deginum fyrir fullt af fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2011 kl. 15:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tek undir þetta stelpur og segi bara það er mér eðlislægt að brosa.
Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband