Þarna eru til peningar
26.3.2011 | 08:34
Kveikt á kertum fyrir fórnalömb ofbeldis af öllum toga
Já þarna eru til peningar, en er siðferðið komið í lag, efa það stórlega, hvað er búið að gerast síðan 1990 og hvenær þorir fólk að segja frá því?
Kaþólska kirkjan hefur beðið fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar og ætlar að greiða þeim 166 miljónir dollara (jafnvirði 19 miljarða króna) í miskabætur, fólkið segir þetta vera sárabót.
Sárabót, jú eflaust, en ég tel að ekkert geti að fullu heilað þá sem urðu og verða fyrir svona sálarmorðum.
Hef mikið hugsað um hvers vegna þessir prestar (ef við bara tökum þá þó margir aðrir en þeir séu gerendur) fóru út í að læra til prests, var það vegna þess að þeir sjálfir urðu fyrir ofbeldi í uppvexti eða voru þeir bara fæddir geðveikir, sem þá ekki var meðhöndlað, eða bara hreinlega fæddir djöflar í mannsmynd. Allir þessir þættir eru því marki brenndir að menn verða að fá allt sem þeir vilja og það strax hvað sem það kostar, sumir trúa að þeir séu kettir að leika sér að músinni, kvelja hana og særa þar til þeir láta til skara skríða.
Í öllum tilfellum er þolandinn óvarinn fyrir þessum skrímslum þora ekki annað en að lúta vilja gerandans, þolandinn veit sem er að verra verður það fyrir hann ef hann ekki er undanlátsamur.
Þolendur brotna niður hótað og lamin þar til þeim finnst þeir vera einskis virði ekkert sjálfsmat og telja sig ekki eiga skilið að fá hjálp út úr sínum hörmungum, ef þetta er ekki sálarmorð þá veit ég ekki hvað.
Tel gerendur vera morðingja.
Fyrirgefið, en þetta er mín skoðun.
Njótið svo dagsins.
Greiða fórnarlömbunum 19 milljarða í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru sálarmorðingjar Milla mín ekkert minna en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 15:11
Faðmlag til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2011 kl. 17:01
Svo sannarlega eru þeir það Ásthildur mín
Kærleik í Kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 20:10
Til þín sömuleiðis Ásdís mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.