Rétt að skreppa hér inn
18.4.2011 | 14:36
Suðurferðin byrjaði 6/4 með því að við Milla ókum suður með ljósin okkar, á þeirra bíl, Ingimar kom svo á föstudeginum á mínum bíl, við vorum auðvitað öll í veislunni, þau fóru svo heim á mánudeginum.
Þann10 april fyrir 14 árum fæddist hún Kamilla Sól mín
yndisleg var hún og er enn, hún er elst af fjórum börnum sem Fúsi minn og Solla eiga, svo skemmtilega vildi til að sunnudagur bar upp á 10 í ár svo hún fermdist á afmælisdaginn sinn um síðustu helgi. Dagurinn var í alla staði vel lukkaður bara eins og vera ber á svona merkum degi.
Þetta er hún fallega og duglega stelpan mín.
Litla ljósið mitt hún Aþena Marey tók þátt í sundmóti á dögunum og
hreppti hún silvur, gleðin er algjör og hún er einnig snillingur í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur þessi stelpa mín
Þarna eru þau ljósin mín, Hjalti karl er frændi og besti vinur
Aþenu Marey, hann fékk gull og hún silvur.
Þau voru bæði afar glöð og ég hlakka til að koma heim og knúsa þau.
Dóra mín er að fara í aðgerðina á miðvikudaginn, kemur heim samdægurs,
svo við verðum bara í rólegheitum hér heima yfir páskana, förum samt í
mat til Sollu og Fúsa á föstudaginn langa, hann er svo upplagður til hittings
vegna lengdar sinnar, það á að vera mömmukjúklingur m/ rjómasveppasósu
/ smjörsteiktum kartöflum og sallati.
Maturinn er nú eiginlega auka atriði, samveran er aðal málið.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Mikið eru þetta dugleg og falleg börn sem þú átt þarna Milla mín. Til hamingju með þau öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 19:14
Takk elsku Ásthildur mín
Kærleik til ykkar í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2011 kl. 22:55
Til hamingju með stúlkurnar þína Milla.
En það var nú alveg óþarfi hjá þér að koma með þetta
veður með þér suður
Gleðilega páska..
Valdís Skúladóttir, 19.4.2011 kl. 12:26
Takk Vallý mín, en veðurfjandann eruð þið búin að hafa í allan vetur, hehehe
Gleðilega páska sömuleiðis til ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2011 kl. 09:36
Til lukku með börnin þín Milla mín, yndislegt að eiga svona góðar stundir með þeim. Gleðilega páska.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2011 kl. 13:00
Sömuleiðis til ykkar Ásdís mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2011 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.