Maður verður að hlusta.
23.4.2011 | 18:18
Hún vaknaði í morgun, bara nokkuð hress eftir nokkra daga slappleika, þreytu og verki, en hugsaði að henni langaði í ferðalag, fór að hugsa og sá ekkert nema sjóinn, lallaði sér niður að sjó og hvarf í hafið, vel var tekið á móti henni af höfrungum og öðrum verum sem hafdjúpið hefur að geyma.
Hafdjúpið hefur ætíð heillað hana því það er svo undur falleg veröld þarna niðri sem fáir hafa séð með sömu augum og hún, henni fannst hún vera tekin í allsherjar klössun fór svo í farðalag með vinum sínum og sá undur sem hún hafi ekki í sínum fyrri ferðum séð.
Að synda í hafinu er eins og þegar fólki dreymir að það fljúgi sjálft um allar jarðir og skoði undur jarðar, margir hafa örugglega orðið fyrir þeirri reynslu.
Sérkennilegt var að þó hana hafi fundist hún vakna um morguninn þá var eins og hún vaknaði aftur, settist upp og fann léttleikann og undurgóða haflykt.
Yfir daginn hefur hún komist að því að mikið hefur verið skilið eftir í djúpinu, af gömlum hnútum og meinsemdum, þakkar hún afar vel fyrir þessa hjálp sem hún fékk, hún finnur fyrir ást og gleði í hjarta sínu.
Var þetta draumur eða veruleiki.
Hafdjúpið hefur ætíð heillað hana því það er svo undur falleg veröld þarna niðri sem fáir hafa séð með sömu augum og hún, henni fannst hún vera tekin í allsherjar klössun fór svo í farðalag með vinum sínum og sá undur sem hún hafi ekki í sínum fyrri ferðum séð.
Að synda í hafinu er eins og þegar fólki dreymir að það fljúgi sjálft um allar jarðir og skoði undur jarðar, margir hafa örugglega orðið fyrir þeirri reynslu.
Sérkennilegt var að þó hana hafi fundist hún vakna um morguninn þá var eins og hún vaknaði aftur, settist upp og fann léttleikann og undurgóða haflykt.
Yfir daginn hefur hún komist að því að mikið hefur verið skilið eftir í djúpinu, af gömlum hnútum og meinsemdum, þakkar hún afar vel fyrir þessa hjálp sem hún fékk, hún finnur fyrir ást og gleði í hjarta sínu.
Var þetta draumur eða veruleiki.
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að fara í skemmtilegt ferðalag sem skilur eitthvað eftir sig.
Jónína (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 11:28
Það er svo satt elsku Jónína mín
Takk fyrir síðast og njóttu helgarrestar

Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2011 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.