Hverjum getur maður treyst?

domkirkjan_1078723.jpg

Hún er falleg Dómkirkjan okkar, þarna fermdist ég
og finnst afar vænt um þessa kirkju.


Hún er alveg stórmerkileg þessi ræða biskupsins, hefði ég nú haldið að erfitt yrði að læra að treysta, nema bara sjálfum sér og sínum nánustu.

Hverjum ætti maður svo sem að treysta, á hverjum degi koma fram yfirlýsingar um glæpi sem okkar fólk hefur framið, "sem við treystum" við vorum heimsk og snarlokuð fyrir þessu öllu, en þó svo allt sé eins og það er þá líður mér bara vel, ég veit sem er að ég breyti engu í þessu ástandi, sama pólinn hefur mitt fólk tekið.

Njótið helgarinnar hver á sína vísu og hugsið til þeirra sem ekkert eiga, það þarf engan biskup til að segja okkur að eymdin sé til og ef hann heldur að það sé okkur að kenna að börnum lýður illa þá veður hann villu vegar, allir gera allt til að þeim lýði sem best, börnin eru jú gullmolarnir okkar.

Merkilegt með biskupa og aðra kirkjunnar menn, sem klæðast gulli og gersemum stíga í ræðustól og lesa yfir fólki í þessum dúr, setjast svo niður í sína flottu hægindastóla er heim kemur og drekka kaffi og gott meðlæti, kannski lesa svo góða bók og þurfa ekki að hafa áhyggur af neinu.

Þetta er nú bara mín skoðun
Góðar stundir
mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband