Kominn tími til

Sem betur fer eru konur farnar að kæra þessa plebba, sem ganga um eins og spjátrungar í fínu fötunum sínum akandi um í dýru bílunum og eiga jafnvel yndislega konu og börn, en nei þeir hugsa bara um að fá girndum sínum fullnægt og halda að þeir þurfi aldrei að axla ábyrgð.

Merkilegt að menn í valdastöðum taka sér bessaleyfi og lítilsvirði konurnar í kringum sig, í þeirra augum eru þær svo mikil peð að allt er í lagi níðast á þeim bæði kynferðislega og andlega, og eigi heldur gera þeir sér grein fyrir því að það eru konurnar sem inna af hendi flest störfin fyrir þessa lítilmannlegu hugleysingja.

Svona lagað hefur ætíð viðgengist og mun gera um langan tíma eða þar til að karlmenn skilja ÞETTA ER EKKI Í BOÐI OG Í BOÐI ER BARA AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR KONUM.

Gangið allar fram konur og kærið þessa menn öðruvísi verður þetta ekki stoppað, hugsið um að þið eruð ekki einu konurnar sem þeir reyna að ná tangarhaldi á, kannski verða dætur ykkar fyrir þeim næst.

Svo elskurnar mínar látið vita.

mbl.is Fer í leyfi meðan málin eru könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott innlegg hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 22.10.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er bæði satt og rétt Milla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 10:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2011 kl. 11:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigurður, ég get ekki þagað er um misnotkun er að ræða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2011 kl. 11:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín við vitum báðar hvað ungar stúlkur, börn og konur hafa þurft að þola af svona plebbum, við höfum nefnilega reynslu aldursins með okkur og vitum ýmislegt.

Kærleik í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2011 kl. 11:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís þögn er sama og samþykki

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2011 kl. 11:48

7 identicon

Við verðum samt að gæta þess að gaspra ekki um of á meðan málin eru í athugun og ekki enn búið að sýna fram á að rétt sé farið með. Nú er ég ekki að verja kynbróður minn, hver sem hann er, bara benda á að fara ekki offari í umfjöllun mála sem ekki eru til lykta leidd.

núll (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 17:24

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Herra núll, ég er ekki að gaspra um neitt heldur tala meira almennt um viðbjóðinn, en mín skoðun er sú að er margar konur stíga fram og ásaka einn mann þá er að sjálfsögðu eitthvað til í því sem sagt er.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2011 kl. 22:35

9 identicon

Já, Guðrún, það er reyndar rétt, þú talaðir almennt um málin, en þú segir í einni færslunni að þú getir ekki þagað þegar um misnotkun er að ræða. Það var það sem stuðaði mig. Samt ekki vegna þess að ég haldi að viðkomandi maður sé saklaus. Og ég tek undir með öllum sem kalla níðinga sínu rétta nafni og konur -og reyndar bara allir sem fyrir ofbeldi verða, eiga að koma fram og kæra ódæðið.

núll (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 11:04

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Herra núll, hver sem þú ert þá get ég ekki þagað er um þennann glæp er að ræða, heldur þú að þetta sé að byrja í dag, Ó nei, ég er 68ára gömul og gæti sagt þér margar ljótar ofbeldissögur sem hafa verið þaggaðar niður, en geri það að sjálfsögðu ekki.

Hér áður og fyrr þorðu konur ekki að kæra, en sem betur fer eru þær að koma fram og fá uppreisn æru og vona ég að þær haldi áfram að koma fram og það strax eftir ofbeldið, áreitið eða hvað sem það er sem þær verða fyrir  því þá er hægt að taka á málunum strax.

Við stoppum þetta ekki öðruvísi.

Kynntu þér þessi mál á netinu og svo mundi ég koma fram undir nafni, það er svona skemmtilegra fyrir alla.

Góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.10.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband