Ekkert nýtt.

Nei það er ekkert nýtt að mig hlakki til, það er að koma nóv. og dúllumánuður að ganga í garð með tilheyrandi föndri, grúski, smáskreytingum hingað og þangað, nú svo skoða ég blöð, bæði skreytinga og matar og reyni að detta niður á hvað ég ætla að hafa í matinn á jólunum allavega verður það ekkert reykt mun samt sjóða hangikjöt á Þorláksmessu, nörtum að sjálfsögðu í það ásamt laufabrauði, flatbrauði og öllu tilheyrandi, en ég er komin fram úr mér núna var ég ekki stödd í byrjun nóv. ó jú.

Ætlaði aðeins að koma inn á hraðann sem er á öllu í dag, er ég var yngri höfðu allir tíma til að skreppa í heimsóknir, spjalla og hafa gaman saman, oftast var ég búin að öllu fyrir fyrsta desember, þá er ég að tala um sauma, baka, gera jólagjafir, svo var skreytt smá saman í byrjun desember og alla sunnudaga í desember var aðventukaffi og var skottast á milli heimila og haft gaman, en nota bene ég vann ekki úti er börnin mín voru að alast upp enda full vinna að hugsa um heimilið og börnin því allt var unnið heima bæði föt og matur.  Því miður þurfa konur að vinna allan daginn sem er bara of erfitt fyrir alla aðila heimilisins, en það verður til að reyna að láta enda ná saman, sem eiginlega aldrei gerist.

Desember er yndislegur mánuður þó mikið hafi breyst síðan ég var ung, núna er hann fullur af uppákomun, eins og í sambandi við börnin, skólaskemmtanir, fimleikasýningar, tónlistarviðburðir og  uppákomur út um allan bæ og auðvitað tek ég  þátt í því öllu veit samt ekki hvernig þetta er þar sem ég er núna, en á Húsavík er þetta með miklum sóma í alla staði og á ég eftir að sakna þess, en það kemur eitthvað í staðinn.

Í kringum mig eru mæður sem láta börnin og þeirra þarfir ganga fyrir öllu öðru, ekkert er yndislegra en að fylgjast með öllu sem fram fer hjá þeim og styðja við bakið á þeim í alla staði og það er ekki erfitt, bara að forgangsraða í samræmi við það. endilega slappið af í hamaganginum og verið með börnunum ykkar í desember sem og alla aðra mánuði. ( Gleyma samt ekki að taka smá frí saman bara tvö ein, það er alveg nauðsynlegt)

Kærleik til ykkar allra
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 ég er farin að finna fyrir yndislegum vetrar og jólafíling, dásamlegur tími framundan.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2011 kl. 11:12

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 27.10.2011 kl. 11:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á dálítið eftir í frágangi úti, en vonandi kemst ég langt með það á helginni, svo er bara að dúlla sér inni, það er ágætt, ég þarf að skrifa eitt stykki sögu fyrir barnabörnin, ég er komin með hugmyndina, á eftir að færa hana í orð.  Þau verða að fá sína ævintýrabók, annað er ekki í boði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 13:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það er gott að þú finnur fyrir i andrúmsloftinu hvað er að gerast
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2011 kl. 13:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Vallý mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2011 kl. 13:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þú ert svo yndisleg með sögurnar þínar fyrir börnin og svo veit ég að þú fylgir þeim vel eftir börnum og barnabörnum

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2011 kl. 13:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín. Knús til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband