Okkar eina von

Um breytingar á hugarfari, lifnaðarháttum, framkonu hjá foreldrum ásamt öllum þeim sem hafa afskipti af ungviðinu okkar, kæra fólk látið ykkur varða hvað börnin okkar eru að gera, hlustið á þau, ekki halda að þetta sé einhver bóla sem hverfur er borið er á hana bólukrem. Styðjum við bakið á þeim í þeirra góðverkum það mun hjálpa okkur í framtíðinni til að skilja hvort annað betur, hvar í heimi og trú sem við erum.

Börn út um allt land eru að gera góða hluti, en á Vopnafirði eru þau alveg frábær í alla staði og örugglega víðar. Hér kemur fram hvað öll börn eru að gera á þessu Landsmóti. Það mætti færa okkur lesendum meira um störf allra barna á Íslandi, eins og núna.

Unglingar á landsmótinu ætla að safna peningum til styrktar jafnöldrum sínum í Japan sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann fyrr á þessu ári. Unglingarnir í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði hófu söfnun í síðustu viku og þau afhentu 60.000 krónur við setninguna. Unglingarnir frá Vopnafirði útdeildu líka rauðum hjörtum sem á stóð: „Ég er vinur". Vinavikan á Vopnafirði hefur þannig breiðst út um allt land í gegnum landsmótið á Selfossi

Mér finnst þetta yndislegt, börnin á hamfara slóðum eiga afar erfitt og oft á tíðum illmögulegt að koma þeim til hjálpar, en ég veit að í Japan er allt gert til að koma hjálpinni til þeirra.

Biskupinn tók svona til orða við setningu mótsins.

 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti landsmótið og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug: „Nú veit ég af góðverkahelgi landsmótsins. Þar munuð þið leggja mikið af mörkum til þeirra sem treysta á aðstoð. Ég veit að hérna inni eru mörg gullhjörtu, sem bera umhyggju fyrir öðrum og láta gott af sér leiða," sagði biskup í ávarpi til unga fólksins.

Hann talar um þá sem treysta á aðstoð, verð að segja að engin er að treysta á aðstoð því þau elsku börnin vita ekki neitt búandi á afskiptum stöðum, matarlítil, vatn af skornum skammti, hvað þá að það séu til ritföng, leikföng, fatnaður og drottinn minn dýri það er svo margt sem vantar, svo elsku börnin okkar verið bara dugleg og safnið eins miklu til þeirra sem hægt er, er þau eignast gjafir frá  ykkur munu þau byrja að trúa og treysta aftur.


Það sem ég er að segja er staðreynd, hef það frá þeim sem verið hafa á þessum svæðum.

Ekki misskylja mig, veit vel að það er fullt af fólki sem er kærleiksríkt og kemur þannig fram bæði við börnin sín og alla aðra.

Munið að ekkert er ánæjulegra en að miðla kærleikanum til annarra


mbl.is Biskup fraus á æskulýðsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vels skrifað hjá þér Milla mín, ég hef einmitt verið að hugsa svo mikið um þessi eineltismál og það er víst og satt að það læra börnin sem fyrir þeim er haft, bæði gott og illt, og ef foreldrar kenna börnum vonda mannasiði þá verður einelti því miður eins og hvert annað samskiptakerfi í þeirra augum, verum öll dugleg að kveða þetta í kútinn. kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 11:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá krökkunum.  Já æskan okkar er yndæl, megi þau vaxa og dafna og breyta heimi fullorðinna eins og hann er í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:17

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín við verðum einnig að hlusta á börnin er þau vilja hjálpa öðrum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2011 kl. 19:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi geta þau gert það Ásthildur mín, við skiljum alveg hvor aðra og þú veist hvað ég er að tala um.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2011 kl. 19:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Millal mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 19:27

6 identicon

Flott grein

nonni naggur (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 11:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Nonni naggur, en hver ert þú?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2011 kl. 16:58

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vel hugsuð og flott grein. En eins og Hugo Þórisson sagði svo réttilega í viðtali í svikunni, þá þurfa börn á samtali að halda við foreldra sína en ekki eilífu tiltali.

Ég er innilega sammála honum því góð samtöl leysa flestan vanda barna, þ.e. ef snemma er byrjað og þróað í traust og vináttu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 23:13

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

vikunni auðvitað, hver hefur heyrt talað um sviku?

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 23:13

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta með samtölin, sonur minn hringir gjarnan til að spjalla, veit ævilega að einhverja tilsögn þarf hann, við spjöllum og spjöllum og ég spyr var það eitthvað sérstakt elskan mín, búin að fá svarið mamma mín kemur frá honum, elska þessi símtöl.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2011 kl. 08:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband