Hugsanaflakk
3.11.2011 | 10:41
Var að lesa yndislega færslu hjá henni Jóhönnu bloggvinkonu minni (naflaskoðun) hún var að tjá sig um sína yndislegu móður, þá kom upp í hugann minn AMMA, amma mín var yndisleg kona bæði amma, vinkona, sú sem sagði manni til, ekki að mamma hafi ekki kennt mér margt og mikið, jú jú það gerði hún af sinni einskæru snilld, því snillingur var hún í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, en að umvefja mann það var bara þegar henni henntaði, en eigi ætla ég að vanþakka það, hún gerði bara eins og hún kunni best hverju sinni.
Pabbi minn var pabbinn sem elskaði mig kröfulaust, ég bar mikla virðingu fyrir honum enda var hann besti vinur sem ég hef átt um ævina. Hugsanirnar héltu.
Í gær átti ég afmæli svona eins og allir eiga einu sinni á ári, ætlaði ekkert að halda upp á það, en fékk skilaboð um morguninn frá Kamillu Sól fallegu stelpunni minni, hún ætlaði að sjá mig um kvöldið, fóð að hugsa, Humm verð víst að hafa eitthvað með kaffinu, en ég var búin að ákveða grjónagraut og slátur í kvöldmat svo ég hringdi í Sollu mína og bauð þeim í grjónagraut, (allir elska grjóna graut) henni fannst það alveg æði, við komum kl 6, ég, Okay hlakka til að sjá ykkur.
Fór síðan í þjálfun, ætlaði svo í búð, skildi ekkert í því að Dóra mín vildi ekki koma með mér í þessu líka hávaða rokinu, nú ég kom heim með ýmislegt í farteskinu bæði holt og óholt, fékk mér að borða og ætlaði svo að undirbúa kvöldið, en nei ég var rekin til að leggja mig yrði að vera hress um kvöldið þá vissi ég að eitthvað var í bígerð hjá henni Dóru minni, fór og lagði mig hlíðin sú gamla.
Ég svaf til fimm, fann enga grjónagrautslykt er ég vaknaði fór fram var þá ekki búið að undirbúa þessa líka veisluna síðan komu þau ekkert hissa á matseðilsbreytingunum, Solla kom með sallatið sitt, sem er æðislegt, þær voru þá búnar að bralla saman þessar elskur.
Nú við sátum að spjalli og knúsi er einhver kom inn um dyrnar og ég heyrði raddir sem ég gladdist afar við að heyra, þetta var besti vinur minn, tók við af pabba, Ingó bróðir og besta mágkona mín hún Inga, ég táraðist úr gleði takk elsku Dóra mín fyrir að bjóða þeim, þú komst mömmu gömlu algjörlega á óvart í þetta skiptið.
Það var sest að áti og fengum við kjúkklingabringur í hnetusmjörs-rjómasósu, sætar og venjulegar kartöflur bakaðar í litlum bitum í ofninum + salatið góða frá henni Sollu minni, nú ég var búin að kaupa ís og butter-deigsbollur með vanillufyllingu, en Dóru fannst það ekki nóg og var búin að gera skálatertu m/ marengs, kókosbollum, allskonar sælgæti öllu hrært saman við rjóma, algjört gummelad, fengum okkur Kaffi með.
þegar Fúsi og Solla fóru settumst við inn í stofu og vorum allt í einu farin að tala um gömlu góðu daganna er við vorum sem ung að vinna í fjölskyldufyrirtækinu Belgjagerðinni og það var hlegið dátt af æskuminningum okkar og Ingu því hún vann þar og kynntist Ingó bróðir þar, yndislegt kvöld.
Dagurinn í heild sinni var æði, fékk æðislegar gjafir, en mest og best var að við vorum saman sem ein góð fjölskylda og vinir.
Eitt er að ég ræð ekki öllu, eins og að ég hefði viljað að Milla mín og Ingimar með hjartans ljósin mín hefðu verið með okkur í gær, helst vildi ég og við öll að við byggjum öll á sama stað, en ég fæ engu ráðið með það.
Ég er afar lánsöm kona, fólkið mitt elskar mig og ég það miklu meira.
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:41
Innilega til hamingju með afmælið í gær Milla mín, og mikið er gaman að þessari færslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 11:41
Frábær færsla..falleg.
Knús úr Heiðarbænum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.11.2011 kl. 14:01
Takk elskurnar mínar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.