Minningar á milli jóla.
6.11.2011 | 12:32
Um vorið er skóla lauk voru allir krakkarnir sem á teigunum bjuggu í leikjum og það voru sko gömlu góðu leikirnir, fallin spíta, yfir, kíló og lengi mætti telja, í minningunni var alltaf gott veður.
Þegar ég hugsa til baka þá kemst ég að því, samkvæmt kenningum dagsins í dag, sem ég er sko alls ekki að efast um, að sjálfsmatið mitt var ekki mjög mikið, ég tapaði yfirleitt í öllum leikjum og krakkarnir hlógu dátt af því, mér var alveg sama, fór aldrei í fílu eða neitt slíkt og engin sárindi koma upp er ég rifja þetta upp, við vorum líka í búaleik og strákarnir í bílaleik. held að þetta hafi komið til vegna þess að ég þurfti að streða til að ná kærleikanum frá mömmu, en fékk afar sjaldan, ekkert frekar en bræður mínir.
Í júní þetta sumar fæddist Ingó bróðir, mamma fæddi hann heima eins og okkur öll, ég fékk hann í fangið stuttu eftir að hann fæddist, Jónas Bjarnason læknir kom inn og sótti mig, hann vissi að ég var búin að bíða alla nóttina, það var eins og ég hefði fengið engil í hendurnar, ég var svo ung er hinir fæddust og fékk ég ekki að halda á þeim, en við elskum hvort annað afar mikið.
Um veturinn snjóðai frekar mikið ,sko í minni minningu, allavega gátum við byggt snjóhús, það var æði, nú einu sinni er pabbi var að fara í vinnu úr hádegismatnum óku tveir bílar saman, pabbi og nágranninn, ég trompaðist úr hræðsli (var þá þegar orðin dramadrottning) man að vinur minn úr næsta húsi aumkaði sig yfir mig fór með mig inn í snjóhús og sagði að þetta væri allt í lagi, nú við kíktum út úr snjóhúsinu er bílarnir óku í burtu það hafði ekkert alvarlegt gerst.
Mig minnir að þarna hafi afi verið búin að kynnast Margréti sinni og fluttur inn til hennar og hennar barna, Ingvar frændi farinn að búa með Ingu sinni sem mér fannst yndislegt þó ég saknaði hans mikið, en Inga var svo góð kona og mér fannst svo eðlilegt að þau færu að búa saman.
Það var sko allt önnur ella með afa, fannst Margrét taka hann frá mér og það gerði hún líka blessunin og bætti aldrei fyrir það, en hún gerði eins og hún best kunni, tala eigi nánar um þau mál.
Þetta er amma mín sem dó er ég var 2 ára, elska hana, afar.
Þessi mynd er tekin heima hjá Margréti og afa, hún að leika sér við
bræður mína, þeir áttu svolítið bágt að þurfa að vera svona stilltir, en
á þessu heimili vorum við stillt og var það vel brýnt fyrir okkur áður
en við fórum þangað og aldrei fórum við óboðin.
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2011 kl. 12:56
Ohh....hvad teir eru fallegir a tessari mynd, og pabbi minnir a Erlu systur tegar hun var yngri :)
Torgerdur (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 13:40
Þorgerður mín, Erla er alveg eins og pabbi þinn.
Annars eru þeir óeðlilega fallegir á þessari mynd allavega óvenju stilltir
Knús til ykkar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2011 kl. 14:10
Milla, það er vont þegar afa eða ömmu manns er stolið svona. Þarna hefur greinilega vantað kærleikan elskuleg mín. Þó sennilega hafi hún verið væn kona að öðru leiti. En mikið er gaman að lesa þessi minningarbrot þín, þau minna mig á og fara með mig alveg aftur í mína æsku takk fyrir elskulegust mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 14:18
Já elskan það var sárt á sínum tíma og trúlega er ég að vinna þetta endanlega út núna.
Endilega farðu aftur í tíman, það er stundum sárt, en líka afar skemmtilegt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2011 kl. 22:44
Já það er alveg hárrétt hjá þér Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2011 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.