Ég get ekki einu sinni hlegið lengur.
8.12.2011 | 12:01
Nýtt stjórnmála afl, er ekki komið nóg af þeim, sem ekkert hafa komist áfram, annað hvort flosna þeir upp vegna ósamlyndis eða komast í borgarstjórastólinn, tala niður til þeirra sem voga sér að kvarta eða svara út í hróa ef spurt er um mikilvæg verkefni sem verið er að traðka á, nenni nú ekki að fara að úttala mig um þau, það vita þetta allir nema skopleikararnir.
Mín skoðun er sú að það eru til flokkar í landinu sem fólk ætti að vinna í að gera góða án þess að vera stöðugt með útásetningar og skít, við höfum ekki efni lengur á þessari fjandans vitleysu. Það er gott fólk í öllum flokkum og fólkið í þeim á að sjá sóma sinn í að moka þeim út sem eigi eru nógu góðir, svo að byggja upp þannig að þeir sem ætla að kjósa geti gert það án þess að vera hræddir um að sama óráðsían haldi áfram.
Ný stjórnmálaöfl hafa sjaldan eða aldrei náð neinni fótfestu í pólitíkinni og ef það á að gera pólitíkina að einhverju leiksoppi þeirra örlaga sem dundu yfir okkur eftir hrun þá er okkur ekki viðbjargandi.
Við höfum áður lent í kreppum unnum okkur upp úr þeim á þann hátt sem við kunnum best hverju sinni, en eigi man ég eftir að illmælgin, skítkastið, hatrið hafi verið slíkt þá, kannski var það að því að við höfðum enga útrásarvíkinga til að skella skuldinni á, eða þeir voru ekki eins sýnilegir.
Tökum upp annan og betri hugsanahátt, hlúgum að okkar flokkum, burtu með þá sem ekki eru nógu góðir, látum heyra í okkur, við höfum nefnilega heilmikið að segja.
Nýtt stjórnmálaafl kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það allra allra mikilvægasta fyrir ísland er að losna við 4flokks mafíurnar. Ef þú ert í 4flokk.. þá ertu ekkert nema fjarstýrður sauður, undirlægja, þræll, api..
4flokkur verður að fara, það er það eina rétta; Ekki kjósa þessa flokka, ef þér þykir vænt um börnin, barnabörnin... allt nema 4flokk
DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 12:32
Ég vona aftur á móti að við fáum framboð alþýðunnar fram fyrir kosningar Milla mín, þessi sem nú sitja á þingi fyrir utan Hreyfinguna eru gjörspillt og alls ekki hægt að breyta þeim innanfrá, það hefur verið þrautreynt af góðu og samviskusömu fólki, en ekkert gengið, því það sem er sameiginlegt toppunum á flokkunum öllum fjórum er sameiginleg þrá til að deila og drottna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.