Hefur nokkur heyrt þesslega frétt áður
13.3.2012 | 08:46
Jú ég og margir aðrir sem eru orðnir dauðleiðir á svaka fréttum um þetta og hitt sem er alveg að koma og á að skapa atvinnu hjá okkur norðan heiða, hvað gerist svo?
Það sem gerist er að stjórnvöld, (við skulum segja hver sem þau eru) koma í veg fyrir framkvæmdir með einhverju rugli og bulli, engin áhugi á að koma upp atvinnuvegi í Norðurþing, merkilegt, en það er ætíð talað um ( á fundum og öðrum hitting hjá stjórnvöldum og heimamönnum) að það þurfi að koma eitthvað annað en verið er að tala um hverju sinni, allir vita nú hvaðan sú setning kemur hún er nefnilega búin að vera fræg í nokkuð mörg ár. Stjórnvöld eru búin að hafa nokkur ár til að finna þetta annað fyrir okkur, en eru ætíð að minnast á það sem er þegar komið Það er ferðamennskan og allt sem henni tilheyrir, sem er mikill sómi af, en engin lifir af henni allt árið.
Skora á alla sem þurfa að koma að þessum málum hvort sem það verður Állinn eða Kísilkúrinn að landa þessu, nú annars flytja margir í burtu.
Viljum fara að búa til störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ hæ Milla mín, jú það er alveg satt...þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum svona frétt. Og við sem höfum valið að búa út á landi verðum auðvitað nokkuð spennt yfir svona fréttum, jú þó svo að sumt er blásið af...en alltaf verður að reyna og reyna aftur og aftur og aldrei að gefast upp..það er málið..aldrei að gefa upp von..það er bannað! Svo verðum við að "redda" okkur og finna leiðir..því að það er víst öruggt að ekkert fáum við upp í hendurnar hvort sem við erum einstaklingur eða bæjarfélag. Ég er fædd og uppalin á Djúpavogi..þar sem allt þetta dæmi er ...ja...ýktara. Þar snérist lífið um fisk þegar ég var að alast upp- svo fóru bátarnir smá saman af staðnum....svo var apótekinu lokað...svo var hitt tekið..og þetta tekið...en veistu....á öllu Austurlandinu, þá er Djúpivogur eini staðurinn þar sem fólkinu hefur fjölgað!!!! ferðaþjónustan er í blóma, einkaðailar hafa stofnað lítil fyrirtæki...unga fólkið er að koma til baka og stofna fjölskyldur...litlu trillurnar orðnar fleiri...osfrv. Málið er að ef maður vill búa á svona stöðum þá verðum við að treysta á hvort annað og gera hlutina ef við viljum að eitthvað gerist. Og þegar á móti blæs...þá blásum við til baka. r það ekki bara og verum bjartsýn með rétta hugarfarið. Er það ekki bara mín kæra? hafðu það nú gott og til hamingju með Viktoríu og Aþenu :)
Jóhanna dóttir Mása (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 09:06
Kaera Milla min,
thad mun aldrei breytast, thetta eru stjornmalamenn og er gammalt daemi. Eina leidin til ad breyta malunum er ad VID FOLKID (WE THE PEOPLE) tokum thessi mal i okkar hendur. Skopum nytt kerfi sem svo synir ollum ad thad gamla er ordid urelt og vod getum latid thad fara. Gamla kerfid er vid lydi bara fa thvi ad vid leyfum thvi ad vera vid lifi. Kominn timi til ad breyta thvi! Gera eins og Gandhi, med fridalegum haetti og bara syna folkii! FRIDUR
Gudni Gudnason (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 15:48
Hæ elsku Jóhanna mín, ég hef nú ætíð verið bjartsýn eins og þú kannski veist, en staðreyndir er í lagi að tala um ef við værum ekki bjartsýn þá værum við ekki þar sem við erum, mér finnst það annars afar bagalegt að sama hvað við finnum er allt blásið af.
Djúpivogurinn þinn varð illa úti eins og svo margir aðrir staðir og það er gott að það er að fjölga fólkinu þar.
Ekki mun ég hafa neitt gott af því þó komi álver eða eitthvað annað á Húsavík þar sem ég er komin á ellilaun frá Ríkinu og mínum lífeyrissjóðum
sem gera 165.000 á mánuði og er ég fljót að telja upp hvað ég fæ fyrir þessi lúsarlaun, en það er unga fólkið sem ég er að hugsa um sem vill búa á landsbygðinni.
Á Húsavík hafa flestir það ansi gott, en hér sunnan heiða eru allmargir sem ekki eiga neitt og hafa ekki tækifæri á að skapa sér viðurværi þó þeir gjarnan vildu, þess vegna segi ég oft: " hugsið til þeirra sem eiga minna en þið".
Jóhanna mín ég man tímanna tvenna því ég er fædd 1942 og eftirstríðsárin í Reykjavík voru mörgum afar erfið, þó ég hafi ( það sem sumir kalla lánsemi) alist upp í góðum efnum þá kynntist ég fátæktinni hjá mínum vinkonum, ég er ansi hrædd um að landið okkar sé að stefna í þetta far aftur og þetta kalla ég ekki að vera svartsýn, bara komon sens.
Takk fyrir hamingjuóskirnar með ljósin mín og hafðu það gott sömuleiðis ljúfa stelpa.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2012 kl. 15:52
Elsku Gudni minn, engin vill, engin þorir, engin skilur hvað það er að breyta til hins betra, mannfólkið er orðið svo síkt af því að vera flottast og fínast og er algjörlega meðvitundarlaust fyrir því hvað þessi lífstíll gerir því.
Peace
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2012 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.