Til að spara ríkinu peninga
18.3.2012 | 08:35
Þá væri alveg þjóðráð að banna bara áfengi á Íslandi, það hefur nú verið gert áður. Breyta öllum pöbbum í kaffihús, senda alla þá sem eru orðnir háðir víni í meðferð það hlýtur að vera ódýrara heldur en kostnaðurinn við lögvaldið okkar kæra.
Nú allir þeir sem eru í annarlegu ástandi fari beint í fangelsi Æi var búin að gleyma að það þarf að byggja þau, en ekkert mál notum bara staði eins og svefneyjar og þau eyðibýli sem eru íbúðarhæf út um allt land, hvað segið þið starfsfólk? það getur nú bara verið í lágmarki rétt eins og fólkið í heilbrigðisgeiranum, enda við bara rotturnar í þjóðfélaginu sem allt er nógu gott fyrir.
Að senda fólk án dóms og laga í fangelsi er víst ólöglegt, en þeir verða ekki lengi að setja ný lög tekur bara eina kvöldstund.
Alveg er ég viss um að lögreglan verður óþörf á nóttunni, nema bara nokkrir á vakt og þeir gætu bara annaðhvort sofið eða horft á sjónvarpið eins og þeir gátu gert hér áður og fyrr því það var ekkert að gera.
Fyrir peninginn sem sparast getum við hlúð að þeim sem minna meiga sín, væri kannski hægt að hrúga okkur saman í blokkir sem standa auðar því Íbúðarlánasjóður losnar ekki við þær eftir að vera búnir að taka þær af fólki.
Aðallega var ég að hugsa um hag ríkisins þar sem virðist að við rotturnar séum of þurftafrekar að endalaust þurfi að herja á okkur með hækkun skatta og lækkun launa vegna minnkandi kaupgetu.
Njótið sunnudagsins elskurnar
Annir vegna ölvunar og óláta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.