Er sleppan í útrýmingarhættu?
20.4.2012 | 07:50
Nammi namm.
Já þeir eru NÁTTÚRLEGA búnir að vera að herða eftirlitið með netafjölda í sjó og ætla að gera betur, smá spæjaraleikur í gangi, ekki að ég sé ekki hlynnt honum margir eru eflaust að brjóta einhver lög en að setja einhvern kraft í þetta núna er ég ekki að skilja vantar mönnum á fiskistofu meiri vinnu það kostar heilmikla peninga að auka við eftirlitið eða er það ekki, varla vinna þessir menn kauplaust.
Væri kannski nær að nota peningana sem fara í þetta eftirlit í eitthvað annað þarfara en að spæja og svo dæma menn fyrir svona smotterí, margir menn/konur sem eru á sleppu eru bara að reyna að bjarga sér og sínum
Það er þetta með ábendingarnar, hvers konar vinir eru það á bryggjunni sem senda ábendingar get alveg sagt ykkur það, það eru falskir afbrýðissamir vinir sem aldrei verða vinir aftur, þeir halda að engin viti hverjir þeir eru, en mesti misskilningur hjá þeim allir vita það
Man er ég var að alast upp í Reykjavík, pabbi fór alltaf að kaupa fisk af trillukörlunum sem voru með trillurnar sínar við Ægissíðuna sem það nefnist í dag, en það var ætíð sagt að nú skryppum við út á nes, þarna var allt keypt sem úr sjónum kom því við vorum afar mikið fyrir að prófa eitthvað nýtt.
Rauðmaginn var og er lostæti og svo er sleppan var orðin vel sígin þá var hún borðuð með kartöflum og mikil svaka veisla var það alltaf.
Nú þar sem allt er að fara inn í torfbæina aftur má þá ekki bara hafa þetta svona að hluta til allavega, margir fara og kaupa beint af bónda eru ekki fiskimenn fiskibændur?
Góðar stundir
Eftirlit með grásleppuveiðum hert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Netafjöldi í sjó er bundinn lögum og hefur verið lengi.
Það er fiskistofu og gæslunar að fylgjast með þessu og ef þetta er í lagi bara vegna þess að þeir eru að reyna að bjarga sér þá ætti það að vera í lagi hjá togurunum að klæða pokana eða nota smærri riðil.
Valur Björn (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 09:58
Það er orðið vandlifað í þessu landi þegar krumla alræðisins setur endalausa skugga á mannlífið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 11:13
Ja hérna Valur Björn er farið eftir lögum?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2012 kl. 19:52
Ásthildur mín það er sko satt, vandlifað í þessu landi er
Knús í Kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2012 kl. 19:54
Takk sömuleiðis Milla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.