Höfum hreint í kringum okkur, líka í ruslinu.
21.4.2012 | 19:06
Í Mbl.is í dag talar Guðrún Bergmann um dag jarðar sem er á morgun, en Dagur Jarðar var fyrst haldinn í Bandaríkjunum árið 1970. Sameinuðu Þjóðirnar gerðu daginn alþjóðlegan árið 2009.
Það er svo ótal margt hægt að tala um í sambandi við Dag Jarðar og eiginlega allt sem betur mætti fara því flest okkar hafa enga meðvitund um hversu illt við gerum jörðinni og sjálfum okkar í leiðinni.
Langar til að tala um ruslið sem til fellur frá heimilum okkar, ég veit vel að flokkun á rusli er ekki gæfuleg því sorpeyðingastöðvarnar setja þetta hvort sem er í einn haug sem fer síðan í brennsluofnanna kannski aðeins misjafnt eftir stöðum en að öllu jöfnu er þetta svona.
Í dag ók ég að ruslatunnunum hjá okkur hér var að henda rusli úr bílnum, mér ógnaði alveg umgengnin tunnurnar voru yfirfullar, pokar út um allt sumir opnir og flæddi ruslið út um allt, Dóra mín tók aðeins til, en tunnurnar voru yfirfullar svo ekki var mikið pláss til að koma pokunum ofan í og það þyrftu að vera fleiri tunnur fyrir allt þetta fólk hér, en því miður þá komast ekki fleiri tunnur í tunnustæðin.
Við gætum samt reynt að hjálpa svolítið til. Hjá okkur er það þannig að allt rusl sem er þurrt eins og blöð, pappaumbúðir fer í sér poka, glerkrukkur fara þvegnar í sérpoka og gefum við þær til þeirra sem eru að nota þær til nytsamlegra hluta, nú auðvitað notum við eitthvað sjálfar, þá er eftir allt sem er blautt og getur skemmst, það rusl fer í sér poka sem við hendum út á hverjum degi, með þessari tilhögun sem tekur enga stund hendum við út minna rusli dags daglega, nú fyrir rusladag förum við út með hitt ruslið.
Þið sem ekki hafið gert svona smá flokkun verðið afar hissa er þið sjáið hvað umfangið á ruslinu ykkar minnkar, svo er þetta bara gaman og allt verður svo hreint og fínnt í kríngum ruslatunnurnar.
Þetta er bara eitt af mörgu sem þarf að taka sig á í, það er með þetta eins og svo margt annað engin gerir það fyrir okkur
Gangi ykkur vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.