Hugleiðing Vlll

Hef oft hugsað um hvað allt væri auðveldara ef ég hlustaði ekki og hefði aldrei hlustað á hvernig hlutirnir ættu að vera samkvæmt gömlum kenningum og nýjum, Eins og:

"hér áður er yngri ég var þá áttu konur/húsmæður að vera innan rammans það var að sauma allt, prjóna allt, elda allan mat og baka svo ég tali nú ekki um allt hitt eins og að þvo þvottana og strauja og stífa hafa matinn til á mínútunni kl 7 ala upp elsku börnin hjálpa þeim að læra og vera þeim innanhandar öllum stundum, ekki taldi ég það eftir mér, en flestar konur voru aleinar um þessa hluti alla daga á meðan karlarnir gerðu það sem þeim langaði til.

Fór að hugsa um er ég las frétt áðan um athugun á nýju hverfi í einu bæjarfélagi hér á landi, það var af nokkrum mönnum talið óskynsamlegt þar sem þurfti að klára þau sem fyrir voru Humm já já kannski já fór að hugsa um þegar ég var innan rammans vegna þess að annað þótti ekki nógu gott.

Á haustin gerði ég áætlun um verkin sem ég þurfti að gera fram að jólum, nú framkvæmdi þau að sjálfsögðu, en er kom að bakstrinum gerði ég þreytu mistök, sem sagt byrjaði á að hnoða upp í nokkrar sortir af smákökum tók svo hrærðu sortirnar og bakaði þær, taldi sortirnar jú þær voru 10 eigi mátti það vera minna, (sko miðað við ramman), tók mig þá til og bakaði sortirnar sem þurfti að fletja út vaskaði síðan allt upp og gerði fínt í eldhúsinu, afar þreytt en sæl með sjálfan mig.

Það hagaði svo til í eldhúsinu að 500 l. frystikistan mín var undir glugganum og gardínukappinn náði alveg niður í gluggakistu, er ég vaknaði daginn eftir ákvað ég að taka gluggann í gegn og setja upp hreinar gardínur #$%&/()==(%$%&"#$%& JÁ JÁ  voru þá ekki þrjár sortir á diskum á bak við gardínurnar og ég svo samviskusöm að ég fór náttúrlega og bakaði þær ekki mátti henda neinu.

Þar með var ég komin með 13 sortir af smákökum, en Þetta kom sér bara vel er strákarnir fóru að koma að norðan á vertíð.

Að baka var verk sem mér líkaði best að klára af þó eigi væru öll verk þannig eins og til dæmis er ég var að prjóna þá voru fleiri en eitt stykki í einu í umferð ég kannski prjónaði á vélina nærboli í massavís settist svo á kvöldin inn við sjónvarp og heklaði í kring og gekk frá, þetta var púra hagræðing. ( Það var sjónvarp hjá okkur í Sandgerði löngu áður en íslenska sjónvarpið kom því við höfðum kana sjónvarpið)

Þess vegna hugsa ég að þó það þurfi að klára að ganga frá einhverjum hverfum í bæjarfélaginu sem ég var að lesa um  þá mætti kannski aðeins byrja á hinu nýja, tel það vera hagsýni en það þarf að sjálfsögðu að huga vel að öllum málumpassa að yfirbyggingin sé ekki of mikil.

Það kostar peninga að skapa peninga.

Eitt sem mér finnst vera bagalegt í þjóðfélaginu okkar í dag eru ósvífnar útásetningar á allt og alla
Hofum við leifi til?
Getum við sannað?
Eru allir menn í öðrum flokkum en okkar
hálfvitar, illmenni, lygarar og þjófar?

Bara smábrot af því sem maður les um í dag
það er að segja ef við nennum að lesa það.

En svona í lokinn ætla ég að minna mig á að það er í lagi
að fara út fyrir rammann og það er í lagi að segja frá án
þess að fá yfir sig úr flórnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð pæling, ég pæli líka mikið þessa dagana um svo margt   hafðu það gott Milla mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2013 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2013 kl. 10:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert alltaf jafn frábær Milla mín.  Gott að vita af þér þarna úti, og líka inni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2013 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband