Að vakna til vitundar.
17.8.2013 | 21:14
Merkilegt með mig að vitundin sofnar hjá mér og ég dandalast einhvernveginn, held að allt sé í fína lagi, en Bingó, það er það bara ekki, ég datt niður á blogg í fyrradag: " kollukot.blogg.is" las þar góðu, stundirnar halda mér gangandi, oft búin að lesa bæði þetta og svo margt annað, en eins og ég sagði hér áðan þá sofnar vitundin.
Ég fór til læknis um daginn ( mér var skipað að fara) hann sendi mig í myndatöku og það kom í ljós að ég var bæði að kalka í axlaliðnum og út í viðbeinið einnig var komið slit í allt draslið, nú við þessu er ekkert að gera nema inngrip og sprautur, sem er ekki víst að virki. hann bauð mér verkjalyf svo ég gæti sofið og ég fíblið sagð Nei nei þetta verður allt í lagi, jæja sagði hann þú hringir bara ef þú ert alveg að drepast úr verkjum.
Ég var alveg búin að gleyma er bakið á mér var að kalkast og það þurfti að leggaja mig inn í verkjameðferð, svona er bara ég, mér til málsbóta þá hata ég þessi sterku verkjalyf.
Í vor varð ég fyrir mikilli sorg eigi missti ég neinn en kisan okkar missti annan fótinn sinn.
Þetta er ömmu prinsess hún heitir Ume
Og þessi er Jano og hann er algjör lávarður.
Athugasemdir
Synd með kisuna þína Milla mín, og farðu vel með þig. Mundu að taka lýsi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2013 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.