Komin heim úr borginni.

Það var æðislegt að koma heim og sofa í sínu rúmi og anda að sér hreinu lofti. Ekki að það hafi  verið  svo leiðinlegt, en heima er best. Fermingin var yndisleg og allt í kringum það, hitta alla sína og sérstaklega barnabörnin sem gefa manni allt sem maður þarf  þau eru svo kærleiksrík. Gatnakerfið  já já ég ætla ekki að tala mikið um það, en ég get ekki látið vera með að mynnast á hringbrautina  hún er hörmung. Stundum  fynnst manni að það séu smástrákar að leika sér að teikna og svo á að frammkvæma það sem þeir eru ánægðastir með án tillits til  umkverfis. Kann engin að vernda borgarhluta sem meiga bara ekki missa sig sem mynna okkur á það sem var. Æ ég er hætt þessu röfli það hlustar enginn hvort sem er. É sef alveg fyrir þessu þó ég sé að röfla um þaðWhistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Gleðilega páska mín kæra Skilaðu páskakveðju til allrar fjölskyldunnar. Hittumst heil áður en langt um líður... Rannveig og Co

Rannveig Þorvaldsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband