Upprifjun.
14.4.2007 | 21:20
Sit hér og rifja upp liðna daga, komst lokksins til Akureyrar á fimmtudaginn var, fórum í bakaríið við brúnna keiptum böns af brauðum til að setja í frystir fengum okkur kaffi og með því í leiðinni fórum síðan á Glerártorg í heilsubúðina og rúmfó síðan í föndurbúð að kaupa perludót fyrir litlu snúllurnar okkar síðan fór ég í gangráðaeftirlitið það kom bara vel út nema ég þarf að létta mig eins og maður hafi nú ekki vitað það í áraraðir, en eittkvað verður maður að gera ef ég vil ekki lenda í hjólastól Æ væri nú ekki gott fyrir mig. Á föstudeginum fór ég í sjúkraþjálfun síðan að sækja Viktoríu Ósk í skólan hún hjálpaði ömmu sinni að versla og hafði gaman að því þær systur voru í pössun föstudag og laugardag, svo hún fékk að velja í körfuna hjá ömmu, pabbi þeirra borðaði hjá okkur á kvöldin þegar hann kom af sjónum, en mamma þeirra fór í sumarbústað með saumaklúppnum alla helgina. þetta var æðisleg helgi hjá okkur tvíburarnir komu líka og hjálpuðu okkur afa með þær, t d. fóru þær með Aþenu Marey í íþróttaskólan í morgun hún er 3 ára og ég gamla konan Ha Ha hefði sko ekki getað hlaupið á eftir henni því hún er súpermódel ÆÆ hól tal hjá ömmu."ekki óvanalegt" Nú er laugardagskvöld og við bara tvö eftir, hann að horfa á sjónvarpið og ég í tölvunni, en á morgun hittumst við öll aftur eins og við gerum á kverjum degi meira og mynna. góða nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.