Af hverju endilega hjá okkur?

Velferðarráð Reykjavíkur væntir þess að nágrannar fagni nýju heimili fyrir heimilslausa á Njálsgötu. Svo hljóðaði byrjun á yfirlísingu í Fréttablaðinu í gær. Nýja heimilið er fyrir tíu karlmenn og er það hið besta mál, menn sem hafa farið illa út úr lífinu af margvíslegum ástæðum þurfa virkilega á svona heimilum að halda, nei þá þurfa einhverjir nágrannar að setja út á það ég spyr við kvað er fólkið hrætt? Það sem íbúar þurfa að gera er að segja börnum sínum sannleikan um nýju nágrannana að þeir séu veikir og að það þurfi að sýna þeim  almenna kurteisi, alveg eins og maður útskýrir fyrir börnunum sínum hvernig þau eigi að koma framm við  börn sem eru öðruvísi í skólanum þeirra. "Það er allt í lagi að vera öðruvísi öllum ber að virða það" Eitt ætla ég að vona að engin af íbúum í húsunum við Njálsgötu og eru á móti þessu heimili eigi eftir að lenda á skjön við lífið. Mennirnir sem koma til með að búa þarna hafa í grunninn ekki verri manngildi heldur en það mannfólk sem telur sig vera á beinu brautinni. Ég veit að það er margt slæmt til í þjóðfélaginu í dag okkur ber að varast það. Ég ætla bara að vona að Velferðaráð Reykjavíkur  komi sem fyrst upp nægilegum heimilum bæði fyrir konur og karla og að það fáist húsnæði fyrir kaffihús og það verði til sóma. þeir sem eru á líkum aldri og ég getað ryfjað upp árin eftir stríð. Muniði eftir grunninum sem nú er það seðlabankinn hann var bak við sænska fristihúsið í áraraðir girðing var í kringum þennan grunn ofan í honum áttu heima rónar bæarins eins og þeir voru kallaðir þá, en ég var ekki alin upp í  öðru en því að þetta væri bara ólánsfólk sem bæri að hjálpa og það voru margir til þess og þar á meðal mín fjöldskilda, svei mér þá ef það var ekki skárra ástandið þá.  Gangi okkur allt í haginn með þennan málaflokk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.