Vor og sumarbyrjun.

         Ég má til með að tala um fuglalífið í kringum okkur. Þegar við fáum okkur morgunmat blasa við okkur Kinnafjöllin í allri sinni dýrð, svo eru Lóurnar  í túninu, Skógarþrestir fljúgandi í tugavís og litlu Maríuerlurnar vappandi á pallinum Siðast enn ekki síst Andarparið sem kemur á hverju sumri upp á hól,( við búum sem sagt upp á hól sem kallað er) þær mundu nú koma inn og kúra sig í sófanum mínum ef þær mættu, en verða að láta sig garðinn lynda, og kúra þar og fá brauð og vatn að vild (reyndar ekki heimabakað) Bakarinn á Húsavík gefur okkur andabrauð sem er dagsgamalt. Mátti til með að segja ykkur frá þessu því hér í kringum okkur er ofurmögnuð orka.Heart  Það hefur nú líka mögnuð áhrif innandyra Da Da Ra Da Dæ Dæ ég er ástfangin ha InLove  já í lífinu. Nei nú er ég hætt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Oooo indælt  vorið og ástin - ekki slæm blanda það

Rannveig Þorvaldsdóttir, 8.5.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband