Framkoma við eldri borgara.

Ég er ein af þeim sem kallast eldri borgari, leigi mér íbúð í húsi f.55 ára og eldri í Reykjanesbæ í húsi sem er innangengt í er þjónustu hús, sem sagt matsalur sem einnig er spilað í og haldnar skemmtanir af ýmsu tagi, síðan er föndursalir læknastofa, snyrtistofa, hárgreiðslustofa, niðri er   sjúkraþjálfun, tækjasalur, salur sem er fyrir jóga, leikfimi bæði gigtar og eldriborgara-leikfimi og miklu meira.

Allt þetta er til fyrirmyndar starfsmenn allir upp til hópa yndislegir.

Í húsinu þar við hliðina á er Hrafnista með sjúkradeildir sem ég hef ekki heyrt neitt kvarta undan.

Þá komum við að matnum sem er eldaður á staðnum og hef ég heldur ekki heyrt neinn kvarta undan honum nema 1-2 sem kvarta yfir öllu.
Ég borða bara stundum og þá bara salad, ég malla minn grænmetismat sjálf..

Ég er nú að skrifa um þetta vegna greinar í Vísi í dag sú mynd sem þar er af meimsendum mat til eldri borgara er vægast sagt með einu orði viðbjóðslegur og hvet ég þessa konu sem skrifar þá grein að fylgja þessu vel eftir.

Borgarstjórinn í Reykjavík kemur með yfiflýsingu um að svona sé þetta ekki í Reykjavíkinni það má vel vera en margar kvartanir hef ég heyrt og fyrir reyndar mörgum árum er móðir mín var á svona heimili þá komum við yðulega á matmálstímum og stundum missti maður matarlistina við að horfa á það sem hún fékk á diskinn sinn.

Það er hægt að laga þett, það er engin næring í þessum mat og svo sannarlega ekki fólki bjóðandi hvað þá gamla fólkinu okkar sem er búið að vinna og þræla allt sitt líf fyrir góðu yfirlæti í ellinni.
Þið sem eigið ættingja á svona heimilum verið meðvituð, fylgist með og látið vita.
Kærleik og kraft til þeirra sem ekki þora að segja neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband