Hvað er sorg ?
2.5.2016 | 18:46
Sorgin kemur ekki yfir okkur bara er við missum einhvern kærkominn yfir í aðra vídd, er við missum einhvern þá vitum við að það er endanlegt í þessari vídd.
Þau sem við missum eru að mínu mati rétt hjá okkur og með tímanum lærum við að breyta sorginni í gleði yfir því að hafa fengið að vera samtíða ættingum og vinum í þessari vídd, en misjafnlega langan tíma tekur það fyrir okkur að komast á það stig að breyta sorginni í gleði og er það hvers og eins að vinna úr því.
Það eru margar aðrar sorgir til, t.d. sorg sem skapast við skilnað, vinarslit, veikindi og svo margt annað eins er afar misjafnt hvað fólk túlkar sem sorg.
Ein sorgin er sú sem viðkemur framkomu fólks við vini og vandamenn, eins og illt umtal, niðurlæging, skortur á virðingu, ósanngirni, ósannindi, hreytingur, ljót orð, já og siðleysi á allan handa máta.
Allt þetta skapar sorg sem að sjálfsögði hjarar út en tekur mun lengri tíma heldur en er maður missir einhvern yfir í aðra vídd, fólk er eigi alltaf að fatta hvað það er að gera sjálfum sér með slíkri framkomu því að mínu mati þurrkar maður út svona fólk.
'Eg hef undanfarið orðið fyrir sorg og skapast hún af því hvernig fólk vogar sér að tala um og við aðra og því miður er þetta afar algengt, fólk talar út, suður í kross og heldur að það hafi leifi til að ata aðra auri, sem það hefur ekki.
Ég hef áður talað um eineltið sem er ekki bara hjá börnum og unglingum einnig þar sem fólk kemur saman, á vinnustöðum, frá yfirmönnum og lengi mætti telja.
Við sem búum á móður okkar jörðinni ættum að taka okkur til og hætta þessum dónaskap út í allt og alla, tala fallega um og við allt fólk, verum meðvituð um fegurðina í kringum okkur og verum með henni, hún veitir okkur vellíðan.
Þetta sem ég skrifa hér er auðvitað mín skoðun.
Kærleik til ykkar allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.