Skrítnir tímar.
28.10.2020 | 07:44
Já það eru skrítnir tímar, ekki að fátækt sé að byrja í dag, hún hefur ætíð verið til staðar. samt í dag er fólk atvinnulaust, á ekki fyrir hvorki einu né neinu, sökum covid.
Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að eiga lítið sem ekkert að gefa börnunum sínum nema ástina, ástin gildir ekki sem greiðslumiðill, í mötuneitið í skólanum, íþróttirnar, fötum, vasapening og hundrað öðrum hlutum. það sem hlýst að svona langvarandi ástandi er að sjálfsögðu vanlíðan hjá börnum og foreldrum svo ég tali nú ekki um allt einstæða fólkið sem ekki nær endum saman. Það eru margar ástæður fyrir þessu ölu saman, það vitum við öll, eigi ætla ég að tala neitt um það sem aðrir hafa meira vit á en ég.
Eitt finnst mér samt til ráða, og það er að hefja umræðuna, tala við börnin okkar, segja þeim ástandið, svo þau öll viti af hverju þetta og hitt barnið á ekki þetta eða hitt, það er svo nauðsynlegt að fá börnin með okkur í lið, þau eru nefnilega úræðagóð og ansi vitur, jafnvel vitrari en við.
Kæru foreldrar ræðið við börnin ykkar um þessi mál. Ég veit að það er fullt að fólki sem er á fullu svona bak við tjöldin að hjálpa öðrum, ég kalla þau hjálparenglana og ég veit að þau verða verlaunuð þó síðar verði. Hér er svo ein tillaga og hún er sú, að fólk komi sér saman um að minka þetta jólagjafa-umstang, borði frekar góðan mat um jólin, baki smá og njóti jólanna sem jóla ekki sem einhverra glamor daga. Kæru vinir njótið dagsins og verið góð við hvort annað.
Við hræðumst mjög jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.