Siðleysi

Í dag líður mér eins og ég þurfi að fá hvíld á æðri plánetu, skyldi það vera hægt, nei líklegast ekki:
Ég verð að takast á við þetta eins og allt annað.
Var að skrifa athugasemd hjá henni Jenný um Geira í Gold-finger og það mál, en var svo að frétta að bæjarstjórinn í Kópavogi hefði sést inn á þessum stað, EF ÞAÐ ER SATT!!! Já þá er ég ekki hissa þótt þessir staðir þrífist.
Ef toppar þjóðfélagsins (þeir taka það bara til sín sem eiga það) haga sér með þessum hætti þá,
ÆTTU ÞEIR AÐ SEGJA AF SÉR. Nei nei það tíðkast ekki á Íslandi.
Hér áður fyrr er menn og konur voru með framhjáhalds-áráttuna eða perraháttinn, og það var ekki minna um það þá en nú, þá fóru þeir með það í felur, eða svoleiðis, en sem betur fer þá  hefur umræðan um þennan viðbjóð opnast. Hvað er að ???
Á þetta fólk sem stundar og styður við  þesskonar hegðun ekki börn, barnabörn, foreldra svo ég tali nú ekki um ömmur og afa. Með hverju hugsar þetta fólk???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband