Gott veður innan sem utan.

Það er reyndar alltaf gott veður inni í mér , eða þannig.
Það er allavega yndislegt veður úti núna, búin að vera að spjalla við níu ára ljósálfinn minn í morgun ja ef þau koma manni ekki í gott skap þá gerir það engin.
Ég var að mála mig,  hún segir: amma af hverju strýkur þú alltaf burstanum með augnskuggunum svona eins, og ég ætlaði að fara að svara, en þá segir hún,
 nú veit ég þú ert að slétta úr hrukkunum, eru þau ekki alveg yndisleg.
Nú mín mann er farinn út að pússa allt vínil á bílnum að utan það var orðið svolítið grátt.
Við fengum uppvöskunarvél í gær, hann var eins og smástrákur af gleði,
hann sér nefnilega ALFARIÐ um vaskið, og reyndar líka um þvottinn, gólfin og að skipta á rúmunum,
og að sjálfsögðu um bílinn. Enn munurinn á okkur og auglýsingunni að hann fær ekki súkkulaði fyrir. Nú hugsa margir aumingja mannen, en ég meina hann hefur þá eitthvað að gera á meðan ég er í tölvunni og að gera allt hitt sem þarf að gera á heimilum.
klukkan tvö förum við að ná í litlu dekur-rófuna okkar hún er þriggja ára gormur og veit alveg hvað hún vill þessi elska.
VONANDI EIGIÐ ÞIÐ ÖLL GÓÐAN DAG. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband