Vanþakklæti fólks.

  1. Ég er búin að hitta talsvert mikið að fólki undanfarna daga. Flest fólk er  kvartandi og kveinandi  já um hvað og yfir hverju.
    Ég skal segja ykkur að það er allt frá tám upp í haus. Það er  sama hvar maður ber niður
    allt er ömurlegt. " Rök " Þau eru engin, fólk þarf bara að kvarta, en kann engar skýringar á því
    af hverju. Allt er öðrum að kenna, og engin veit það lengur að það er það sjálft sem ber ábyrgð á sinu lífi.
    Ég hef nú talað um það áður, að margir eru hættir að lifa í kærleikanum og sjálfselskan er að kollríða mörgum.
    Hef verið að hugsa um þetta  undanfarið og þykir það afar leitt að þjóðfélagið  skuli vera komið á þetta stig.
    Sat við gluggann í  gærmorgun og var að borða morgunmat í yndisfögru veðri horfði á kinnafjöllin
    yfir spegilsléttan Skjálfandann, fletti fréttablaðinu frá deginum áður.
    Viti menn  það blasti við mér mynd af yfirnáttúrulegum engli  Ástu Lovísu og brot úr bloggi hennar.
    Ég fór bara að gráta  og ég varð svo reið út í fólkið sem er alltaf kvartandi. 
    Auðvitað má maður ekki vera reiður því það er eitthvað að hjá þessu fólki.
    En hugsar það aldrei neitt? Ef fólk gerði það, þá vissi það að það er fullt af körlum konum og börnum sem eiga um sárt að binda.
     Fullt af englum eins og Ásta Lovísa er.
    Gætum við jafnvel farið að hugsa svolítið um það?
    Ég vona að ég hafi ekki móðgað neinn.
                                                 Góðar stundir

     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þarfur pistill og fínt til umhugsunar

Ragnheiður , 10.6.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

þú ert alveg dásamleg Milla mín. Þú ert einmitt einn af þessum englum sem gera tilveruna betri. Það var frábært að hitta ykkur um daginn, sjáumst vonandi sem fyrst aftur - og þá á Húsavík.

Rannveig Þorvaldsdóttir, 10.6.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Rannveig mín og ég hlakka til að sjá ykkur Maríu Dís hjá okkur á Húsavík.
                         

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra hross. " Þarfur pistill og fínn til umhugsunar" Það  er bara þannig að á meðan fólk hefur það gott. finnst því engin nauðsyn á þörf og hugsun.
Ég er ekki að segja að allir séu svona, sem betur fer.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2007 kl. 11:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Nei ekki allir en ég hef svosem heyrt þetta líka.

Ragnheiður , 12.6.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband