Egóistar.
15.6.2007 | 14:36
Ég fagna þessari umræðu í hvert skipti sem hún kemur fyrir okkar eyru.
Það mætti sko rabba um þetta endalaust, það má telja upp ótal atriði sem má bæta t.d.
tillitsleysi við gangandi vegfarendur og öfugt, akreina svíningar,tillitsemi við hjólreiðamenn
og mótorhjólamenn, gefa betur veginn úti á landi, ekki aka á miðjum veginum og víkja vel t.d.á mjórri vegum.
Eitt enn, "hugsið aðeins"er þið mætið stórum flutninga bílum og rútum á mjóum vegum víkið vel jafnvel stoppið sér í lagi ef þeir eru að koma upp brekkur það er ekki auðvelt fyrir þessa bíla að hægja á sér eða jafnvel stoppa fyrir þeim sem kunna ekki að taka tillit.
Við fórum vestur á firði um daginn, Æ ég var búin að gleyma déskotans tillitsleysinu í sumum það er eins og það megi ekki hægja á sér, eða víkja nei það er bara látið rigna yfir mann grjótinu og máttum við þakka fyrir að komast með heilar rúður að brú í Hrútafirði þar tekur við sæmilegasta malbik.Ég má til með að nefna eitt, mér mundi hugnast það afar vel ef þeir sem aka með hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna yrðu skyldaðir á námskeið í tillitsemi alla vega.
Eitt er alveg á hreinu við eigum öll jafnan rétt í umferðinni á hvernig ökutækjum sem við erum á. Okkur ber að sýna hvort öðru virðingu.
Það þíðir ekki að vera alltaf að pexa um, þessi gerði þetta og þessi gerði hitt.
Sniglar, önnur mótor- hjólasamtök og bíla eigendur stöndum saman í því að útrýma öllum slubbum úr okkar röðum, það gerir engin nema við sjálf.
Gangi okkur vel með það, út með allar herpur og höfum gaman að þessu.
Sniglarnir fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.