Kærir sýslumann.

Við erum búin að búa í tvö ár hér á Húsavík.
Er ég nú fyrst að heyra um jafnréttis-baráttu Ragnheiðar Jónsdóttur,
sem er starfsmaður skrifstofu sýslumanns hér í bæ.
Ferill málsins.
1. Janúar 2002. Ragnheiður ræðst til starfa hjá sýslumanni.
1. Ágúst 2003.Ragnheiður sér launaseðil afleysingamanns hjá sýslumannsembættinu
sá var með minni menntun og reynslu en hærri útborgun.
1. júlí 2004 X er ráðinn til sýslumanns hann er með minni reynslu og menntun en hún.
Ágúst 2006 Ragnheiður kemst að því að hún er með mun lægri laun en X.
17. ágúst Ragnheiður kvartar til stéttarfélags síns.
9. nóvember 2006. Stéttarfélagið kærir til kærunefndar jafnréttismála.
16. apríl 2007. Kærunefnd úrskurðar Ragnheiði í vil.
Eftir hverju er sýslumaður að bíða, Það er búið að úrskurða,
hann braut gegn ákvæðum  jafnréttislaga í þessu máli. Ragnheiður var búin að vinna hjá embættinu í 2. ár er X var ráðinn með fjórðungi hærri laun en hún, er ekki alt í lagi nei ég bara spyr?
Af hverju kippir sýslumaður þessu ekki í lag, fólk ræði saman og leysi úr þeim hnút sem er kominn upp á þessum vinnustað. Ég hef oft komið þarna inn talað við alt þetta fólk og er það alt alveg öndvegis fólk og ég trúi því ekki að það vilji þau leiðindi sem þessu fylgja. Tekið skal fram að Ragnheiður er lögfræðingur. Grein um þetta er í fréttablaðinu 28. júní.
Hef aldrei þolað ranglæti og segi því,
                               Ragnheiður ekki gefast upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.