Dómskerfið.

Það var verið að hækka sektir fyrir hraðakstur og er það bara gott. það er verst að það eru allt of fáir lögreglumenn  við störf til að fylgja þessum lögum eftir.
Hvað með dóma fyrir líkamsárásir, menn geta gengið í skrokk á konunum sínum og barið þær til óbóta og hvað fá þeir í dóm fyrir það svo ég tali nú ekki um ef blessuð börnin eru áhorfendur af þessum ófögnuði og bíða þess aldrei bætur. Nýlega fékk maður 60. daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni á hrottafengin hátt og bar að greiða henni 530. þúsund króna miskabætur. Er ekki allt í lagi með þetta réttarkerfi í landinu. Að sjálfsögðu ekki  það höfum við séð í svo mörgum málum, gæti talið upp ótal mál en nenni því ekki það er ekki til neins.
Ég hrópaði húrra þegar ég sá á netinu að Jón Ásgeir hefði verið sýknaður.
Þekki þessa öðlingsfjölskildu ekki neitt  og hef ekki vit á svona málum,
en þvílíkt einelti á eitt fyrirtæki og fólkið sem það á er með ólíkindum og til skammar fyrir þjóðina.
Eitt vil ég segja við allar konur á Íslandi.
Ef maður lemur einu sinni þá lemur hann aftur og aftur. FARIÐ FRÁ ÞEIM.
                               Gangi öllum allt í haginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.