Fallegt heimili.
2.7.2007 | 20:13
Fallegt heimili þá meina ég ekki endilega hvað mublur eða stíl snertir. þó að heimilið sem við mæðgurnar og barnabörnin mín sóttum heim í dag sé fallegt,
þá er það hjartahlýjan og viðmótið sem skiptir máli.
við fórum að heimsækja fyrrverandi mágkonu mína, hún og hennar fólk eru búin að missa svolítið mikið undanfarið ár. Dóttir hennar býr með henni önnur dóttir sem býr annars staðar var stödd hjá henni með dóttur sína, það var drifið í að hafa til kaffihlaðborð að gömlum og góðum sið.
Börnin fengu leikfanga-kassann fram á gólf litabækur og liti upp á borð,
svo snérist þessi elska eins og hún alltaf gerir í kringum okkur öll og engin mátti hjálpa til.
Hlutirnir eru ekkert mál hjá henni og hafa aldrei verið ég dáist að svona konum.
við settumst inn í stofu og spjölluðum um allt milli himins og jarðar og svo ég komi nú að því sem ég ætlaði að segja, það er afar sjaldan sem maður getur setið í tvo tíma og fengið þá lífsfyllingu sem
manni fynnst vanta svo oft inn í umræður fólks, dæturnar eru afar vel máli farnar vel gefnar og geta talað um öll málefni dagsins og ekki vantar húmorinn.
Takk fyrir daginn.
Athugasemdir
Hæ elsku frænka :) bara komi í blogg heiminn...
Já þú færð þann heiður að hitta mig síðast og kveðja mig almenniglega, hlakka bara til að hitta ykkur öll. Sjáumst eftir viku ;)
Jórunn
Jórunn (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.