Gaman! Gaman!!!!!!!!

Það er alltaf eitthvað til að gleðja mann aðeins meira, en gleðina sem maður hefur dags daglega.
Sonur minn var að hringja og þau ætla að skreppa um helgina með krúsidúllurnar sem ég á þar.
Það verður æði gaman hjá okkur öllum, við verðum sem sagt 14 s.t. með litla bumbubúanum.
Nú verður maður að setjast niður og plana gourmet matseðil, frá morgunmat til kvöldsnakks.Heart
Það er ævilega þannig þegar við hittumst þá er talað um mat borðaður matur talað saman og legið á meltunni.
Segi ykkur einn góðan. Þegar ég bjó á Ísafirði komu þau dóttir mín og tengdasonur frá Húsavík
var það afar skemmtilegt.
Þegar þau voru að fara heim ætluðu þau að taka  Fagranesið sem var bílaferja sem fór frá Ísafirði yfir á Arngerðareyri keyra svo þaðan norður, mér fannst nú alveg ómögulegt að senda þau svöng af stað, svona k.l. eitt, svo ég eldaði lambahrygg með öllu tilheyrandi.
Á leiðinni yfir á  Arngerðareiri sagðist tengdasonur minn ætla í mál við mig,
því hann var veikur af ofáti. Æ.Æ.
Síðar sagði ég við hann að það píndi enginn matinn ofan í okkurWhistling
                                Er það ekki satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh......ég vildi að ég væri að koma í gourmet matseðil frá morgni til kvölds, enda erfði ég þennan gríðarlega áhuga á mat frá föðurfólkinu. Elska það að skipuleggja boð, hugsa um mat og borða hann

En hvar leynist bumbubúi? Hef ekkert frétt og nú er forvitnin að fara með mig

Þorgerður litla frænka (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frænka mín ég skrifaði í gestabókina þína um hvar bumbubúinn væri.
Ég mátti samt til með að segja þér einn góðan, Bára Dís var að fara heim í morgun búin að vera hér í viku.
Þegar hún var að kveðja mig sagði hún:
"Amma ef ég verð svona sko feit eða eins og fjölskyldan er þegar ég verð stór þá ætla ég að prumpa öllu loftinu úr mér svo ég verði grönn". Ég sprakk úr hlátri og sagði:
"viltu hjálpa ömmu að prumpa allri fitunni úr mér".
"Já" sagði hún og knúsaði ömmu sína bless.
Er þetta ekki alveg frábært.
Kær kveðja Milla stóra frænka

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2007 kl. 18:50

3 identicon

Hahahaha.....gott hjá Báru Dís  En ég fór í athugasemdirnar hjá mér og þar er ekkert um neinn bumbubúa. Þú hefur gleymt að skrifa það 

Þorgerður (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ.Hæ. Þorgerður mín, ég skrifaði í Gestabókina hjá þér, en ef það hefur ekki komist til skila þá er bumbubúinn að koma hjá Fúsa og Sollu í lok september og er mikill spenningur á þeim bæ, það er lítill Fúsilus á leiðinni.
 Ertu búin að frétta um hinn bumbubúann ef ekki þá er hann á leiðinni hjá Ástu og Þresti það er örugglega stelpa þar.
Ég veit nú ekki hvað þú færð mikið af fréttum litla frænka mín, en þú veist að Árni Ingvar er farinn að búa og á lítinn strák með sinni konu, er það ekki stórkostlegt. Og Daníel fluttur norður til mömmu og pabba og vinnur úti á Hvammstanga. Nú svo er Jórunn að fara út 12. júlí þau koma hingað til mín 11. og gista hjá mér, keyra svo héðan á Seiðisfjörð, taka ferjuna þaðan til Danaveldis og að sjálfsögðu borðum við öll fjölskyldan saman um kvöldið.
Kveðjur kossar og knúsar  Milla frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband