Ferð til L.A.

Það er nefnilega þannig að dóttir mín sem býr í Garðabæ,
segir alltaf: "mamma heldur að hún búi í  L.A. því hún er alltaf niður í bæ". Málið er það að ef maður heldur ekki vissum dampi þá fer maður bara í kör.
Ég fer alltaf á fætur snemma borða morgunmat, fer í sturtu geri það sem þarf að gera,
síðan geri ég mig sæta og fínaWhistling  og fer í bæinn.
Í morgun fórum við  gamla settið saman í búðir, fyrst fórum við að kaupa hreindýr á grillið  fyrir laugardaginn síðan í Húsasmiðjuna að kaupa garðklippur, "hinar urðu ónýtar í gær".
Fórum svo í Kaskó versluðum allt sem vantaði sem var nú ýmislegt.
Fórum svo í  alhliðabúðina Ezar og keyptum okkur krem og nuddolíur frá Urta Smiðjunni  á Svalbarðsströnd, alveg frábærar vörur.
Keyptum okkur svo nýa brauðrist og geri aðrir betur svona fyrir hádegi.
Dóttir mín og tengdasonur fóru til Akureyrar voru að keyra eitt barnabarnið mitt í flug þau komu svo og borðuðu kvöldmat með litludúllurnar mínar.
Frábær dagur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála þér með vörurnar frá Urtasmiðjunni, þær eru alveg frábærar, og alveg yndisleg kona sem gerir þær.

Takk fyrir fréttirnar allar. Ég vissi af bumbubúanum hjá Ástu og Þresti og þetta með Árna Ingvar, en hafði ekki hugmynd um allt hitt. Frábært að geta fengið fréttir svona í gegnum netið 

Þorgerður (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst líka alveg frábært að geta heyrt í ykkur öllum og látið fréttir ganga á milli, við höfum eiginlega meira samband núna heldur en áður,
þó okkur hafi langað til að hafa samband þá varð einhvernvegin aldrei úr því.
endilega verðum við að láta fréttir ganga á milli.
Mér þykir afar vænt um ykkur öll litla frænka.
           Kveðjur Stóra frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2007 kl. 16:39

3 identicon

Hæ Milla það var gaman að rekast á síðuna þína. Það er langt íðan að við í búðinni höfum frétt af þér, gaman væri að fá fréttir af þér sendu mér email með símanúmerinu svo við getum haft samband.

                                                    kveðja Jónína

Jónína (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:03

4 identicon

Gleymdi að setja emailið mitt í síðustu færslu. Það er joninath@bok.hi.is

Jónína (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband