Gleðigjafar.
14.7.2007 | 21:06
Var að lesa Spjallið í blaðinu í dag.
Ég er svo hjartanlega sammála Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfundi.
Lífsins listaverk gefa manni endalausa gleði og fjölbreytileika.
Ég er t.d. svo lánsöm að búa á stað sem gefur mér það með morgunmatnum
að horfa yfir haf og fjöll,
þvílíkir litir og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í fjöllunum,
já meira að segja oft á dag.
Listaverkin eftir barnabörnin, myndirnar af þeim sem gleðja mann allan daginn.
Sú list sem hugnast mér mest og best er. " virðingin".
Þegar t.d. barnabörnin mín koma og innleiða mig í það sem þeim finnst
áhugavert, eða hringja og spjalla. Er þetta ekki tær list?
Eitt sinn var ég frammi í eldhúsi að sýsla með kvöldmat, mörg ár síðan,
kalla þá ekki tvíbura snúllurnar mínar
(Æ þær eru orðnar 16.ára verð víst að hætta að kalla þær snúllur)
amma! amma! þú mátt til að koma og horfa á leikrit með okkur, hvaða leikrit?
það heitir Ormstunga og er afar skemmtilegt við erum búnar að sjá það,
nú ég settist inn í stofu með þeim og horfði á þetta frábæra verk.
enda er Benidikt Erlingsson snillingur. Ég naut þess að horfa á með þeim.
mig minnir að þær hafi verið um 10. ára og þetta hafi svo verið verkefni í skólanum.
Sammála þér Ólöf Erla að þetta var alveg frábært verk.
Bara ef fólk uppgötvaði fagurkerann í sjálfum sér þá liði þeim betur.
Þetta gerðist hjá mér fyrir mörgum árum,
eftir skynsamlega og góða ákvörðun sem ég tók,
að allt varð svo miklu fallegra en ég hélt að það væri.
Þið skuluð bara prufa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.