Á ekki til orð.
29.7.2007 | 10:20
Það er nú svo oft sem ég á ekki til orð.
Ég tel þessi skemmdaverk vera með alvarlegri spjöllum sem framin eru.
Hvað ef, hefði komið útkall á skipið þá hefði þurft að kalla á skip frá Keflavik eða jafnvel Reykjavík.
Hvað er eiginlega orðið að í þessu þjóðfélagi,
að ungviðinu okkar lýði svo illa að það þurfi að skemma tæki sem bjarga mannslífum.
Þegar ég var að ala upp mín börn, var litið á björgunar-sveitirnar
og allt sem þeim tilheyrði sem einhver Goð sem þeir að sjálfsögðu eru.
Ætli minn sonur hafi verið eldri enn 10-12 ára þegar hann fór að sniglast í hringum strákana,
var síðan í sveitinni í mörg ár.
Kannski það væri gott fyrir öll börn svona 11-12. ára,
að það yrði gert að skyldu að vinna með sveitunum,
þá mundu þau kynnast þessu starfi og skilja alvöruna betur sem felst í þessari starfi.
Það eru starfandi unglinga-sveitir innanbjörgunarsveitanna,
en það er bara ekki nóg sér í lagi ekki í þéttbýlinu.
Úti á landi eru börn meira meðvituð um það starf sem þessar sveitir vinna. Af hverju.
Jú börn úti á landi eiga pabba sem eru sjómenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn
og lögreglumenn, þannig að þau skynja alvöruna betur heldur en borgarbarnið sem heyrir
einhverja frétt um slys og hugsar ekki meir um það, ef þau heyra fréttina yfirleitt.
I mörgum tilfellum er aldrei talað um við börnin hvað er að gerast í kringum þau,
sem er afar slæmt.
Að tala um allt og allt sem gerist skapar víðsýni og umhugsun hjá börnunum
sem er bara af hinu góða. Fyrirgefið enn það vantar AGA. Mín skoðun.
Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.