Greyið var undir áhrifum áfengis.
29.7.2007 | 13:46
Æ.Æ. mikið lifandis skelfing: " Er það einhver afsökun fyrir hegðun manna".
Þetta er búið að viðgangast frá alda öðli að menn gangi um og misbjóði konum sínum börnum og öðru fólki, og svo er sagt Æ. hann var svo drukkinn greyið, hann er með þvílíkan móral.
"Kjaftæði". Þeir hafa engan móral, þá mundu þeir ekki endurtaka þetta.
Móralinn og vælið leika menn til að fá fyrirgefningu,
svo þeir geti haldið áfram að nota ofbeldi, það er svo þægilegt að hafa eina vissa til að berja.
Konur eru með þessum mönnum árum saman og jafnvel allt sitt líf,
hvaða hamingja fellst í því, búin að missa alla vinina allt félagslíf horfið,
nema skyldumætingar í fjölskylduboð og svoleiðis.
Konan alltaf í því hlutverki að halda friðinn og frontinu í lagi,
vita þær ekki að það er hægt að fá hjálp nú til dags.
Æ. stelpur standið nú í lappirnar og komið ykkur út úr ruglinu, látið ekki hóta ykkur,
fáið hjálp ef þið þurfið, þið þurfið þess örugglega.
Ég hvet líka karlmenn sem eru í þessum sporum að gera slíkt hið sama.
Þeir eru til og ég meira að segja þekki nokkra, sumir af þeim hafa staðið í lappirnar og
eru hæst ánægðir með það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.