Verslunar-manna-helgin.

Já það er rétt hjá Grími bæjarstjóra í hinni undurfögru Bolungarvík
að þessi helgi er orðin afar undarleg, eins og aðrir frídagar í landinu.
Allt í lagi að hafa frí og allar vegasjoppur opnar,
þær Geta sinnt ferðamanninum ef að hann er þá ekki með nesti með sér,
það er nefnilega hægt að fá kæliskápa í bílinn. Jú jú allir hljóta að vita það.
Með fullri virðingu, þetta er mín skoðun og margra annarra.
ÞAÐ ER ÓÆTUR MATUR Á VEGASJOPPUNUM.
Ég spyr hvernig fórum við að hér áður fyrr, reyndar aldrei verið fyrir
Svona útilegur, frekar að fara bara í bústað og hafa það huggulegt
best að vera heima, ja sko nú orðið,
auðvitað er ég búin að ferðast um þetta fagra land sem við eigum bæði á hálendi og láglendi.
Allur þessi opnunartími í búðunum getur ekki
borgað sig og ég man þá tíð að það var bara lokað  um helgar
og maður vandi sig bara á að kaupa inn í samræmi við það
og það var ekkert mál.
Plúsinn við þennan opnunartíma, 
er að unglingarnir sem nenna að vinna fá þá alla vega vinnu.
Svo spyr ég nú bara hvað hefur fólk út úr því
að hrúgast saman á tjaldstæði eins og síld í tunnu.
Hefur það spurt sig að því, nei ég held ekki.
Enn hver hefur sinn smekk og má það að sjálfsögðu.
Þetta var bara mín skoðun.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

stundum fer ég í frí í hina og þessa smábæi á landsbyggðinni. Þar loka verslanir klukkan 18. ég sem er vön öllu opnu alltaf allsstaðar lendi í smákreppu svona fyrst og þarf að finna löngu týnda skipulagshæfileika.

Rosalega hefur maður annars gott að því

Ragnheiður , 6.8.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

finnst þér það ekki afslappað ástand? Hér hjá okkur á Húsavik eru matvörubúðir opnar til k.l. 21. hinar loka k.l. 18.
Mér leiðist bara að fara í búðir seint á daginn og ég tala nú ekki um á helgum
þá á maður að vera heima hjá sér og slappa af, en ég veit að það geta það ekki allir vegna vinnu sinnar, gat það ekki sjálf í áraraðir var í vaktavinnu ++++++.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2007 kl. 20:53

3 identicon

ég hef saknað gömlu dagana þegar það var lokað um helgar, alt herna er opið svo lengi og svo á holidays er varla lokað það er svo leiðinlegt og ekkert sérstakt.

vicky jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Vický mín  lýst vel á þig núna bara farin að svara manni í athugasemdum,
það er flott, þá glatar þú heldur ekki niður að skrifa móðurmálið þitt.
Kæra frænka það er líka bara hægt að versla vel inn
og fara svo í helgarfrí heima hjá sér
þá veit maður ekki af þessum opnu búðum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2007 kl. 11:20

5 identicon

Nei, Vický frænka bara mætt á svæðið! En gaman  Elsku Vický, endilega sendu mér email á hafdisth@internet.is ef þú sérð þetta. Ætlaði alltaf að vera búin að spyrja mömmu þína og pabba um netfangið þitt.

En ég er sammála ykkur með lokanirnar. Mér finnst það ætti bara að vera lokað um helgar eins og í den. Ef það er ekki opið, liggur við á jóladag, þá verður allt brjálað. Og þegar framundan er einn lokunardagur, þá verða búðirnar eins og sardínudósir og allir hamstra sem mest þeir mega! Bilun

Þorgerður (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband