Má ekki vera memmm!
26.8.2007 | 14:29
Sko nú er komið að því þær mæðgur Dóra og tvillarnir mínir eru að flytja að Laugum.
Þær að fara í framhaldsskóla og mamma þeirra að vinna.
allir eru að hjálpa til við flutningana: "nema ég" Gæti ofgert mér held samt að ástæðan sé
að ég er talin vera svolítið stjórnsöm, en ég er það að sjálfsögðu alls-ekki.
Smá huggun: " Okkur er boðið að vera við setningu skólans næstkomandi
miðvikudag kl.18. síðan er matur á eftir.
Mér finnst þetta afar skemmtilegur siður,
þarna sér maður og hittir Skólastjóra, kennara, nemendur og annað starfsfólk skólans
sem er bara ekki sjálfsögð boðun nú til dags.
það er á tæru að það eru forréttindi að fá að vera á svona fögrum stað í skóla.
Heyri ég líka á öllum stöðum að þetta sé frábær framhaldskóli og sé það
Skólastýrunni að þakka. Til hamingju með það.
Jæja alla-vega verður hreindýra hamborgara veisla í kvöld og hún ekki af verri endanum.
Við notum allt það grænmeti sem hugsast getur svo erum við með
sósur frá Wild Appetite t.d. Sundried Tomato Mustard sauce eða barbecue Cajum sauce og svo er hvítlauks-sósan bara heimatilbúin ómissandi.
Meistarakokkurinn í fjölskyldunni er tengdasonur minn hann Ingimar
og það er aldrei t.d. grillað nema hann sé heima til að
framkvæma þann verknað.
Hlakka til í kvöld.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Það eru sannarlega forréttindi að fá tækifæri til að dvelja þarna að Laugum. VIð fórum þangað í sumar eins og þú veist og þetta er alveg sérlega fallegur staður. Þær eru heppnar allar þrjár ....og þvílík veisla sem er framundan hjá ykkur... Ég fæ nú bara vatn í munninn við að sjá þetta! bestu kveðjur til allra frá okkur hér
Rannveig Þorvaldsdóttir, 26.8.2007 kl. 16:39
Það er örugglega gott að vera á Laugum, og ég hef bara heyrt gott af skólanum. Mikið vildi ég vera komin í grillveislu á Húsavík þessa stundina. En það verður bara seinna
Þorgerður (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.